Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

43. fundur 19. september 2016 kl. 16:15 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Nýr golfskáli

1609101

Á fundinn mættu Guðmundur Sigvaldason og Þórður Emil Ólafsson fyrir hönd golklúbbsins Leynis og kynntu hugmyndir um nýjan golfskála í stað þess sem fyrir er í dag. Skipulags- og umhverfisráð þakkar þeim greinargóða kynningu.
Guðmundur og Þórður Emil kynntu hugmyndir GL um nýtt húsnæði og þeirra framtíðarsýn.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

2.Aðalskipulagsbreyting - Vallholt 5

1602244

Skipulags-og umhverfisráð leggur til í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010 að birt verði auglýsing um opið hús þar sem tillaga að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi og hægt er að leggja fram spurningar og koma á framfæri ábendingum.

Í opnu húsi mun jafnframt liggja frammi leiðrétt skipulagslýsing í samræmi við ábendingar skipulagsstofnunar.

3.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Samhliða opnu húsi um breytingar á aðalskipulagi við Vallholt 5 verði kynntar deiliskipulagsbreytingar á lóð við Vallholt 5.

4.Deilisk. Breið - þjónustuhús

1609117

Breyting felst í færslu byggingarreits undir þjónustuhús og salerni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

5.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Farið yfir fyrstu drög að fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017-2020.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00