Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

49. fundur 21. nóvember 2016 kl. 16:15 - 17:50 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Farið yfir stöðu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017-2020 dags. 21.11.2016 verði samþykkt.

Skipulags- og umhverfisráð vill benda á eftirfarandi:

A. Ekki er tekin afstaða til staðsetningar á fimleikahúsi. Brýn nauðsyn er á að taka þá ákvörðun sem fyrst á víðtækum samráðsvettvangi.

B. Gera þarf framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni á grundvelli þeirra hugmynda sem fyrir liggja um uppbyggingu golfskála.

C. Fyrir liggur tölvupóstur dags. 17. nóv. s.l. frá Jóhannesi Finni Halldórssyni fh. FEBAN. Á árinu 2017 eru áætlaðar 20 m. kr. í undirbúning á uppbyggingu á Dalbrautarreit.



2.Deilisk. Grenja. hafnarsvæði H3 - Krókatún 22-24

1610136

17.10. sl. samþykkti skipulags- og umhverfisráð umsókn Grenja ehf um heimild til að breyta deiliskipulagi Grenja Hafnarsvæði H3 vegna Krókatúns 22-24. Breytingin felst í stækkun á byggingarreitu um 30m2. Byggingarlína við Krókatún lengist um 1,8m í átt að Krókalóni, nh. er óbreytt. Samþykkt var að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynnt var fyir fasteignaeigendum að Deildartúni 9, Krókatúni 13, 15, 18 og 20, Grundartúni 2, 4 og 6.
Engar athugasemdir bárust.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.

3.Lóðaleigusamningar - útrunnir

1610040

Um er að ræða endurnýjun á efirfarandi lóðaleigusamningum:

Brekkubraut 20, 24, 26 og 28.
Heiðarbraut 58.
Stillholt 15.
Vogabraut 1 og 3.
Esjubraut 4, 6, 8, 10, 12, 14, 18 og 20.
Hjarðarholt 1, 3, 5, 7, 11 og 13.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á ofangreindum lóðaleigusamningum.

4.Starfsmannamál

1611113

Farið yfir starfsmannamál á skipulags- og umhverfissviði.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00