Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deilisk. Dalbraut-Þjóðbraut - Dalbraut 6
1405059
Árni Ólafsson fer yfir deiliskipulagsdrög.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni fyrir góða kynningu og falið að vinna skipulagslýsingu fyrir svæðið.
2.Aðalaðveituæð hitaveitu með Akrafjallsvegi 51, framtíðar staðsetning
1601118
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
3.Breiðin útivistarsvæði 2016
1604092
Opnun verðboða í þjónustubyggingu á Breiðinni fór fram 28. nóvember 2016.
Rakel Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Eftirfarandi verðboð bárust:
Rudolf B Jósefsson slf.: kr. 8.731.000
Trésmiðjan Akur ehf.: kr. 6.315.527
Kostnaðaráætlun: kr. 3.968.050
Skipulags- og umhverfisráð hafnar ofangreindum verðboðum með tilliti til mismunar á verðboðum og kostnaðaráætlun. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram.
Eftirfarandi verðboð bárust:
Rudolf B Jósefsson slf.: kr. 8.731.000
Trésmiðjan Akur ehf.: kr. 6.315.527
Kostnaðaráætlun: kr. 3.968.050
Skipulags- og umhverfisráð hafnar ofangreindum verðboðum með tilliti til mismunar á verðboðum og kostnaðaráætlun. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram.
4.Framtíðauppbygging íþróttamannvirkja á Akranesi
1611077
Undir þessum dagskrárlið voru fulltrúar aðildarfélaga ÍA, skóla- og frístundaráðs og bæjarstjórnar.
Sviðsstjóri fór yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu á Íþróttamannvirkjum á Akranesi á árunum 2017-2020.
Skipulags- og umhverfisráð vill þakka góðar umræður undir þessum dagskrárlið.
Byggingarfulltrúa falið að gera minnisblað í takt við umræður á fundinum.
Sviðsstjóri fór yfir hugmyndir um framtíðaruppbyggingu á Íþróttamannvirkjum á Akranesi á árunum 2017-2020.
Skipulags- og umhverfisráð vill þakka góðar umræður undir þessum dagskrárlið.
Byggingarfulltrúa falið að gera minnisblað í takt við umræður á fundinum.
5.Aðalsk. - Vallholt 5 breyting
1602244
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Vallholts nr. 5. Skipulagslýsing var auglýst til kynnngar og í kjölfarið haldinn kynningarfundur á skipulagslýsingu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi þann 29. nóvember s.l. frá kl. 15:00 til 17:00. Kynnt var lagfærð skipulagslýssing og tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi. Á fundinum lágu einnig frammi frumdrög að teikningum að íbúðarhúsi. Lögð fram fundargerð af fundinum ásamt athugasemdum, umsögnum og undirskriftalista vegna kynningar á skipulagslýsingunni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
6.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5
1511208
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar vegna Vallholts 5. Jafnframt er vísað til gagna sem lögð er fram undir lið nr. 5, með tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna sömu lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að skipulagsgögn verði lagfærð í samræmi við umræður á fundinum.
7.Stekkjarholt 17 - lóðarleigusamningur endurnýjun
1611166
Ósk Faseignamiðlunar Vesturlands um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Stekkjarholt 17.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun lóðarleigusamnings.
8.Jaðarsbakkar - endurnýjun potta og heit laug á Langasandi
1608017
Sviðsstjóri fór yfir mál er varðar öryggismyndavélakerfi, læsingar á skápum við sundlaug og loftræstingu í lagnarými.
Sviðsstjóra falið að kom ofangreindum verkefnum í framkvæmd.
Sviðsstjóra falið að kom ofangreindum verkefnum í framkvæmd.
9.Starfsmannamál
1611113
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagt skipurit fyrir skipulags- og umhverfissvið. Sviðstjóra heimilað að undirbúa ráðningu rekstrarstjóra áhaldahúss/fasteignir.
10.Háteigur 2 - Umsókn um byggingarleyfi
1610025
Sótt er um leyfi til að byggja við húsið auk þess að byggja bílgeymslu á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
Fundi slitið - kl. 19:45.