Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Guðlaug - styrkumsókn 2016 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
1703112
Veittur var styrkur framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar ákvörðun stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun 30.000.000 kr. styrk til að byggja heita laug sem staðsett verður í grjótvörn við Langasand á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun ársins 2017 verði endurskoðuð með tilliti til styrkveitingarinnar.
2.Deilisk. Sementsreits
1604011
Drög að deiliskipulagsgögnum lögð fram.
3.Ægisbraut 2-4 - sameining lóða og stækkun húss
1702052
Fyrirspurn til skipulags- og umhverfisráðs frá framkvæmdarstjóra Þróttar ehf.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að fara yfir málið í skipulagslegu tilliti og ræða við fyrirspyrjanda.
4.Fagrilundur 9,11,13 og 15 - umsókn um byggingarlóðir
1702196
Umsókn um raðhúsalóðir við Fagralund 9, 11, 13 og 15.
Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisráði.
Bæjarráð vísar umsókninni til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisráði.
Málið kynnt. Sviðsstjóra falið að yfirfara málið frekar með umsækjanda og skipulagshöfundi svæðisins.
5.Deilisk. Skógarhverfis 1. áfangi - Álmskógar 2-4
1701178
Grenndarkynningu lauk 14. mars s.l., engar athugasemdir bárust.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
6.2.2017 samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna skipulagsbreytingar á lóðum við Álmskóga 2-4. Breytingin felst í að færa bílastæði og auka byggingarmagn lóða
úr 155 m² í 170 m² þannig að nýtingarhlutfall breytist úr 0,28 í
0,30 fyrir lóð nr. 2 og úr 0,27 í 0,29 fyrir lóð nr. 4.
Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Álmskóga 1,3,5,6,7,8 og 10 og við Asparskóga 2,4 og við Eikarskóga 1,3.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.
6.2.2017 samþykkti skipulags- og umhverfisráð að grenndarkynna skipulagsbreytingar á lóðum við Álmskóga 2-4. Breytingin felst í að færa bílastæði og auka byggingarmagn lóða
úr 155 m² í 170 m² þannig að nýtingarhlutfall breytist úr 0,28 í
0,30 fyrir lóð nr. 2 og úr 0,27 í 0,29 fyrir lóð nr. 4.
Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Álmskóga 1,3,5,6,7,8 og 10 og við Asparskóga 2,4 og við Eikarskóga 1,3.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.
6.Stillholt 17, Mál vegna óleyfisframkvæmda
1703108
Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu málsins.
7.Styrkir til viðhalds fasteigna - 2017
1702037
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að eftirfarandi götur njóti styrks til viðhalds fasteigna 2017:
Mánabraut, Suðurgata frá Akursbraut að Skagabraut, Merkigerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut, Sunnubraut, Akurgerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut.
Mánabraut, Suðurgata frá Akursbraut að Skagabraut, Merkigerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut, Sunnubraut, Akurgerði frá Suðurgötu að Kirkjubraut.
8.Umhverfismál á Akranesi - fyrirspurn
1612066
Lögð fram skýrsla vegna fyrirspurnarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir svör við fyrirspurn Harðar Ó. Helgasonar um umhverfismál.
9.Akraneshöll - nýtt gervigras
1607058
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að bjóða út verkið á grunni fyrirliggjandi útboðsgagna.
Fundi slitið - kl. 18:00.