Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Vogabraut 28 - lóðarleigusamningur endurnýjun
1803103
Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum lóðarleigusamningi.
2.Esjubraut 30 - lóðarleigusamningur endurnýjun
1803231
Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum lóðarleigusamningi.
3.Ketilsflöt / Kalmansbraut - gatnaframkvæmd / útboð
1804230
Tilboð vegna gatnaframkvæmda við Ketilsflöt og gönguþverana við Kalmansbraut og Ketilsflöt.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Þróttur vélaleiga ehf: kr. 59.017.780
Skóflan hf: kr 68.240.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf: kr. 76.701.300
Kostnaðaráætlun hönnuða: kr. 72.589.100
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Þróttur vélaleiga ehf: kr. 59.017.780
Skóflan hf: kr 68.240.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf: kr. 76.701.300
Kostnaðaráætlun hönnuða: kr. 72.589.100
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
4.Deilisk. Sementsreit - strompur
1804231
Breyting á deiliskipulagi, rif á sementsstromp.
Fyrir liggur niðurstaða skoðanakönnunar sem Akraneskaupstaður stóð fyrir.
Hlutfall þeirra sem vilja fella strompinn er 94.25%.
Hlutfall þeirra sem vill að strompurinn standi áfram er 5.75%.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að undirbúa skipulagsbreytingar á Sementsreitnum í þá veru að strompurinn verði felldur.
Hlutfall þeirra sem vilja fella strompinn er 94.25%.
Hlutfall þeirra sem vill að strompurinn standi áfram er 5.75%.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að undirbúa skipulagsbreytingar á Sementsreitnum í þá veru að strompurinn verði felldur.
5.Deilisk. Skógahverfi 1. áfangi - Seljuskógar 1, 3, 5.
1804232
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingarmagns.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum við Seljuskóga 6, 7, 8, 12 og 14 og við Asparskóga 4, 6 og 8.
6.Tjaldsvæðið í Kalmansvík - útboð
1801076
Opnun tilboða í leigu á rekstri tjaldsvæðisins í Kalmansvík 2018 - 2020.
Eftirfarandi tilboð bárust í leigu á rekstri á Tjaldsvæðinu:
Reykjamörk Camping ehf. - kr. 800.000
Ásta Ósk Sigurðardóttir - kr. 2.621.000
Landamerki ehf. - kr. 1.750.000
Rafney ehf. - kr. 1.050.000
Sviðsstjóra falið að ganga til samninga við hæstbjóðanda.
Þess skal getið að eftir opnun tilboða kom í ljós tilboð sem hafði verið sent með rafrænum hætti. Tilboðsgjafi var EIH ehf. og hljóðaði tilboðsupphæð upp á - kr. 2.100.000
Reykjamörk Camping ehf. - kr. 800.000
Ásta Ósk Sigurðardóttir - kr. 2.621.000
Landamerki ehf. - kr. 1.750.000
Rafney ehf. - kr. 1.050.000
Sviðsstjóra falið að ganga til samninga við hæstbjóðanda.
Þess skal getið að eftir opnun tilboða kom í ljós tilboð sem hafði verið sent með rafrænum hætti. Tilboðsgjafi var EIH ehf. og hljóðaði tilboðsupphæð upp á - kr. 2.100.000
7.Guðlaug - framkvæmdir
1708061
Hugmyndir um aðstöðumál við Guðlaugu á Langasandi ásamt betrumbótum á göngustíg og fegrun svæðisins voru kynntar á bæjarráðsfundi sem haldinn var þann 26. apríl s.l.
Bæjarráð tók vel í hugmyndirnar og fól umhverfisstjóra og verkefnastjóra að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð vísar verkefninu til skipulags- og umhverfisráðs.
Bæjarráð tók vel í hugmyndirnar og fól umhverfisstjóra og verkefnastjóra að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð vísar verkefninu til skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra góða kynningu og felur honum að vinna málið áfram.
8.Skógræktarfélag Akraness 2018 - styrkir og land til skógræktar
1804162
Bæjarráð vísar erindi Skógræktarfélags Akraness um viðbótarstyrk dags. 16. apríl s.l. til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisráði.
Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að funda með stjórn Skógræktarfélags Akraness, til að fá nánari útskýringar á styrkbeiðni félagsins. Skipulags- og umhverfisráð stefnir að því að veita umsögn til bæjarráðs á næsta fundi ráðsins.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Samþykkt.