Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

86. fundur 18. júní 2018 kl. 16:15 - 18:40 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. Skógahverfi 1. áfangi - Seljuskógar 1, 3 og 5

1804232

Breytingin felur í sér að heimilt verður að byggja 175m² hús í stað 155m². Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Seljuskóga 6, 7, 8, 12 og 14 og við Asparskóga 4, 6 og 8.
Grenndakynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin fór fram frá 8. maí til og með 8. júní 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deilisk. Sementsreit - strompur

1804231

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sementsreits, sem felur í sér heimild að fjarlægja (sements)strompinn.
Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deilisk. - Stofnanareitur - Vesturgata breyting v/ fimleikahúss

1703203

Lagðar fram aðalteikningar að nýju fimleikahúsi á stofnanareit við Vesturgötu 120 og 130.
Lagðar fram aðalteikningar að nýju fimleikahúsi á stofnanareit á lóð við Vesturgötu 120 og 130.Í kjallara verður lagnagangur/tæknirými sem ekki var gert ráð fyrir í frumáætlunum og deiliskipulagi. Til samræmis er nýtingarhlutfall lóðar breytt úr 0,50 í 0,52. Stækkunin skerðir ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og telst því óverulegt frávik frá gildandi deiliskipulagi, sem samþykkt var 12.9.2017, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga samþykkir umhverfis- og skipulagsráð að leggja til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði afgreitt í samræmi við þá grein.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.

1710116

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00