Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - grenndarkynning Baugalundur 8
1806114
Deiliskipulagbreytingin felst í að færa bílastæði og bundna byggingarlínu frá norðvesturhorni lóðarinnar að suðausturhorni. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Baugalund 3, 4, 5, 6 og 10.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
2.Deilisk. Sementsreits - v. Faxabraut 11 /sementstankar
1807091
Breytingin felst í að setja upp rykræsigeymslu og þvottaplan á lóð nr. 11. við Faxabraut. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Faxabraut 9 og Mánabraut 4, 6a og 6b.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 15. ágúst til og með 14. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 15. ágúst til og með 14. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
3.Garðabraut 1 - grenndarkynning byggingarleyfis.
1807090
Breytingin felst í að breyta notkun húsnæðisins við Garðabraut 1 úr félagsheimili í starfsmannabústað.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum á Garðabraut 3, 4, 5, 6 og Skarðsbraut 1, 3 og 5.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum á Garðabraut 3, 4, 5, 6 og Skarðsbraut 1, 3 og 5.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
4.Deilisk. Skógahverfi 2. áf. - v. Akralundar 13 - 23
1808133
Deiliskipulagbreytingin felst í að fella niður bundna byggingarlínu. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Eyrarlund 2-4-6-8, Akralund 7-9-11 og nr. 6. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. ágúst til og með 24. september 2018.
Þeim lóðarhöfum sem grenndarkynnt var fyrir hafa skilað inn samþykki sínu.
Þeim lóðarhöfum sem grenndarkynnt var fyrir hafa skilað inn samþykki sínu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
5.Reglur um aukabílastæði á lóð
1703210
Kynning á vinnu við leiðbeinandi reglur um aukabílastæði á lóð.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund.
Fundi slitið - kl. 10:15.