Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

91. fundur 17. september 2018 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - grenndarkynning Baugalundur 8

1806114

Deiliskipulagbreytingin felst í að færa bílastæði og bundna byggingarlínu frá norðvesturhorni lóðarinnar að suðausturhorni. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Baugalund 3, 4, 5, 6 og 10.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deilisk. Sementsreits - v. Faxabraut 11 /sementstankar

1807091

Breytingin felst í að setja upp rykræsigeymslu og þvottaplan á lóð nr. 11. við Faxabraut. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Faxabraut 9 og Mánabraut 4, 6a og 6b.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 15. ágúst til og með 14. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Garðabraut 1 - grenndarkynning byggingarleyfis.

1807090

Breytingin felst í að breyta notkun húsnæðisins við Garðabraut 1 úr félagsheimili í starfsmannabústað.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum á Garðabraut 3, 4, 5, 6 og Skarðsbraut 1, 3 og 5.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. ágúst til og með 4. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

4.Deilisk. Skógahverfi 2. áf. - v. Akralundar 13 - 23

1808133

Deiliskipulagbreytingin felst í að fella niður bundna byggingarlínu. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Eyrarlund 2-4-6-8, Akralund 7-9-11 og nr. 6. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. ágúst til og með 24. september 2018.
Þeim lóðarhöfum sem grenndarkynnt var fyrir hafa skilað inn samþykki sínu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Reglur um aukabílastæði á lóð

1703210

Kynning á vinnu við leiðbeinandi reglur um aukabílastæði á lóð.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00