Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Hleðslustöðvar
1903321
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að flýta vinnu vegna úthlutunarskilmála sjóðs sem veitir styrk til húsfélaga í fjöleignahúsum vegna hleðslustæða.
2.Fimleikahús - búnaður
1907028
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir þá aðferðafræði sem lögð er fram í meðfylgjandi minnisblaði frá VSÓ Ráðgjöf varðandi útboð á föstum búnaði fyrir fimleikahús sem nú er að rísa á Akranesi.
3.Krókatún 3 - umsókn um byggingarleyfi
1905331
Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breyttu útliti einbýlishúss þ.m.t hækkun á þaki. Í gildi er deiliskipulag Krókatún-Deildartún frá 2009.
Í deiliskipulagi er skráð stærð hússins 175,4m², gert er ráð fyrir að húsið stækki í 187,2m², eða 11,8m². Deiliskipulagsskilmálar: Heimilt er að byggja litlar viðbyggingar utan byggingarreita allt að 12m², í samræmi við byggingarstíl húsa þar sem aðstæður leyfa." Erindið var grenndarkynnt frá 20.júlí til og með 18. ágúst fyrir eigendum að Krókatúni 1, 2, 4A, 5 og 6. Undirritað samþykki hefur borist frá þeim er fengu grenndarkynninguna.
Í deiliskipulagi er skráð stærð hússins 175,4m², gert er ráð fyrir að húsið stækki í 187,2m², eða 11,8m². Deiliskipulagsskilmálar: Heimilt er að byggja litlar viðbyggingar utan byggingarreita allt að 12m², í samræmi við byggingarstíl húsa þar sem aðstæður leyfa." Erindið var grenndarkynnt frá 20.júlí til og með 18. ágúst fyrir eigendum að Krókatúni 1, 2, 4A, 5 og 6. Undirritað samþykki hefur borist frá þeim er fengu grenndarkynninguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
4.Kirkjubraut 17 - umsókn um byggingarleyfi
1905316
Umsókn um leyfi fyrir breytingum á útitröppum og stigapalli ásamt samnýtingu göngustígs. Erindið var grenndarkynnt frá 22. júlí til og með 22. ágúst 2019 fyrir eigendum Kirkjubraut 15, 19, 21 og Akurgerði 17a. Kirkjubraut 15, 19 og 21 ásamt eigendum að Akurgerði 17a. Undirritað samþykki barst frá eigendum að Kirkjubraut 21.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
5.Skólabraut 37 - Umsókn um byggingarleyfi
1905410
Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu kvists á norðurhlið og breyttum inngangi.
Grenndarkynningu lokið 23.8.2019, engar athugsemdir bárust.
Grenndarkynningu lokið 23.8.2019, engar athugsemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
6.Skólabraut 31 - umsókn um byggingarleyfi
1808052
Umsókn um að breyta bílskúr í íbúð tengda einbýlishúsinu. Erindið var grenndarkynnt frá 25. júlí til og með 26. ágúst fyrir eigendum ap Skólabraut 27, 29, 33 og Heiðargerði 3. Undirritað samþykki barst frá Skólabraut 29.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
7.Reynigrund 5 - umsókn um byggingarleyfi
1906020
Umsókn um að stækka bílskúr um 3 metra og byggja sólskála framan við stofuglugga samkvæmt meðfylgjandi rissi. Hverfið er ekki deiliskipulagt, en á svæðinu er ígildi deiliskipulags. Stækkun á bílskúr og sólstofu fer út fyrir byggingarreit. Erindið var grenndarkynnt frá 27. júlí til og með 26. ágúst 2019 fyrir lóðarhöfum við Reynigrund 3, 7, 41, 43 og 45. Ein ábending barst.
Lögð fram ein ábending sem barst við grenndarkynninguna.
8.Deiliskipulag Grenja - umsókn um skipulagsbreytingu
1908284
Umsókn um stækkun byggingareits meðfram gömlu skipasmíðastöðinni, Lambhúsasundsmegin, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofu arkitekta.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fram fari grenndarkynning á breytingu deiliskipulagi Grenja. Grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir fasteignaeigendum við Vesturgötu 17, 19, og 25A.
9.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting
1901203
Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi Skógarhverfis var haldinn 26.8.2019. Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum ásamt ábendingum sem bárust eftir fundinn.
10.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi A
1908198
Kynningarfundur vegna deiliskipulags Skógarhverfis áfangi 3A, var haldinn 26.8.2019. Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum ásamt ábendingum sem bárust eftir fundinn.
11.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi B
1908199
Kynningarfundur vegna deiliskipulags Skógarhverfis áfangi 3B, var haldinn 26.8.2019. Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum ásamt ábendingum sem bárust eftir fundinn.
12.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.
1906112
Kynningarfundur vegna deiliskipulags Skógarhverfi 2, breyting á skipulagsmörkum, var haldinn 26.8.2019. Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum ásamt ábendingum sem bárust eftir fundinn.
13.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.
1905357
Kynningarfundur vegna deiliskipulags Skógarhverfi 4.áfangi, var haldinn 26.8.2019. Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum ásamt ábendingum sem bárust eftir fundinn.
14.Deiliskipulag Garðalundur - breyting skipulagsmörk
1906111
Kynningarfundur vegna deiliskipulags Garðalundar, breyting á skipulagsmörkum, var haldinn 26.8.2019. Meðfylgjandi er fundargerð frá fundinum ásamt ábendingum sem bárust eftir fundinn.
15.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áfangi - Asparskógar 18
1906102
Lögð fram greinargerð hönnuðar vegna athugasemda sem bárust vegna grenndarkynningar við Asparskóga 18.
Fundi slitið - kl. 11:00.