Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

138. fundur 16. desember 2019 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020

1912034

Drög að starfsáætlun skipulags- og umhverfisráðs.
Starfsáætlun lögð fram.

2.Fyrirspurn lóð undir N1 (Þjóðbraut 9, Þjóðbraut 11 og Dalbraut 14)

1903262

Farið yfir drög að samkomulagi við Festi er varðar land undir starfsemi N1 á Akranesi. Samkomulag gerir ráð fyrir að Akraneskaupstaður taki yfir lóðir við Þjóðbraut 9, 11 og Dalbraut 14, en Festi fái land fyrir starfsemi N1 fyrir ofan Hausthúsatorg.

3.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.

1905357

Um er að ræða deiliskipulag á þéttri byggð fjölbýlishúsa milli þjóðbrautar og Asparskóga.

Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.

1906112

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga. Breytingin felst í að norðurhluti 2. áfanga deiliskipulags Skógarhverfis er felldur úr gildi.

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Ein athugasemd barst við deiliskipulagsbreytinguna.

Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að koma með drög að svari við ofangreindri athugsemd fyrir næsta fund ráðsins.

5.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B

1908199

Um er að ræða þriggja hektara skólalóð við Asparskóga. Gert er ráð fyrir ýmsum stofnunum s.s. leikskóla, grunnskóla og íþróttahúsi.

Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt, sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - málefni

1905413

Lögð fram leiðrétt brunarvarnaráætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar m.t.t. aðgerðaráætlunar til ársins 2025. Áætlunin er dagsett 11. desember 2019.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til bæjarstjórnar Akraness.

Skipulags- og unhverfisráð leggur til að áður en áætlun verður send til Mannvirkjastofnunar til yfirferðar og samþykktar að tekin verði til endurskoðunar samstarfssamningur milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunarvarnir og eldvarnareftirlit, dagsettur 20. desember 2007. Endurskoðun skal meðal annars taka til kostnaðarhlutdeildar milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar til reksturs slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

7.Höfðasel 16 - viðhaldsverkefni

1911011

Lögð fram kostnaðaráætlun um endurbætur á pressuhúsi við Höfðael 16 (Gámu). Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að vinna málið áfram.

8.Sláttur á opnum svæðum á Akranesi 2020-2022

1912203

Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir slátt hjá Akraneskaupstað.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur um málefni vinnskólans hjá skipulags- og umhverfisráði, skóla-og frístundaráði og ungmennaráði í byrjun árs 2020.

9.Umsókn í lýðheilsusjóður 2017

1702095

Akraneskaupstaður fékk styrk úr Lýðheilsusjóði (í samstarfi við ÍA og HVE) til að vera með heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara m.a. setja upp skilti með myndum af æfingum. Hugmyndin er að setja skiltin upp í Garðalundi.

Umhverfisstjóri fór yfir hugmyndir að æfingastöðvum í Garðalundi. Verkefnið fellur vel að innleiðingu markmiða bæjarins um Heilsueflandi samfélag. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti framkomnar hugmyndir.

10.Fjöliðjan

1910179

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að staðsetning Fjöliðjunnar verði áfram á Dalbraut 10.

Ástæður þess eru m.a. eftirfarandi:
Almenn ánægja stjórnenda og starfsmanna Fjöliðju með þá staðsetningu sbr. þarfagreining sem lögð hefur verið fram.

Minni óvissa um tímasetningar þ.e. hvenær hægt sé að fara úr þeirri bráðabirgðaaðstöðu þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er í dag.

Starfsemi Fjöliðju hentar ekki á jarðhæð í íbúðarhúsnæði m.a. vegna hávaða og starfsemi á lóð.

Ef óbreytt staðsetning verður samþykkt er ljóst að horfa þarf til stækkunar núverandi lóðar vegna hugmynda um stækkun húss og þá starfsemi sem nauðsynleg er innan lóðar.

11.Sorpurðun Vesturlands - gjaldskrá 2020

1912201

Á stjórnarfundi Sorpurðunar Vesturlands 11. desember 2019 var samþykkt allt að 25% gjaldskrárhækkun á almennu heimilissorpi.

Skipulags- og umhverfisráð harmar að gjaldskrárhækkunin hafi verið samþykkt þrátt fyrir ábendingu ráðsins um að gjaldskráhækkun þyrfti að undirbyggja betur með ítarlegri kostnaðargreiningu vegna breytinga á starfsemi Sorpurðunar Vesturlands.

12.Stærra viðhald fasteigna

1912193

Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri, kynntu fyrirhugaðar þakviðgerðir í Brekkubæjarskóla og Bjarnalaug.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi verkefni og leggur til að aflað verði verðtilboða í verkin.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00