Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

143. fundur 03. febrúar 2020 kl. 18:00 - 21:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sindri Birgisson Umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Dalbraut 4 - athugasemdir FEBAN vegna hönnunar félagsrýmis

2001289

Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri sátu undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram erindi FEBAN varðandi hönnun félagsrýmis á Dalbraut 4. Karl og Alfreð fóru efnislega yfir málið og þá fundi sem þeir áttu með fulltrúum FEBAN vegna þess.

Skipulags- og umhverfisráð felur starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og skila inn tillögu að útfærslu rýmis við þjónustumiðsstöðina að Dalbraut 4, þar sem m.a. verði tekið tillit til sjónarmiða fulltrúa FEBANS um útfærslur þess.

2.Deiliskipulag, Útivistarsvæði Garðaflóa (Garðalundur, Klapparholt)

1912204

Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynnti drög að deiliskipulagi fyrir nýtt útivistarsvæði sem mun umlykja fyrirhugað Skógarhverfi.

3.Deiliskipulag Garðalundur - endurskoðun

1906111

Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynnti drög að deiliskipulagi fyrir nýtt útivistarsvæði sem mun umlykja fyrirhugað Skógarhverfi.

4.Suðurgata 20 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2001019

Fyrirspurn um byggingu bílgeymslu á lóðinni. Sótt er um að umsóknin fari í grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði fyrir Akursbraut 3, Suðurgötu 16, 18, 20, 21, 22, 23, 25 og 26.

5.Fagrilundur 3A og 3B - breyting á lóðarmörkum

2001282

Ósk lóðarhafa um að færa lóðarmörk milli lóðar nr. 3A og 3B sem og breyting á byggingarreit á lóð 3B.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna skipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Fagralund 1A-1C, 5-7, Akralundi 13, 15, 17 og 19.

6.Sláttur á opnum svæðum á Akranesi 2020-2022

1912203

Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir slátt hjá Akraneskaupstað.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og felur Sindra Birgissyni umhverfisstjóra að bjóða út verkið.

7.Merkurteigur 4 - viðbót við eignalóð lóðaleigusamningur

2001064

Beiðni eigenda á Merkigerði 4 um endurnýjun á lóðarskika skv. lóðarleigusamningi sem gerður var til 5 ára í janúar 1997. Gildistími samningsins var frá 1. janúar 1997 til 1. janúar 2002.
Skipulags- og umhverfisráð er jákvætt fyrir því að gerður verði nýr samningur til 5 ára. Skýrt verði tekið á kvöðum um heimild Akraneskaupstaðar að taka til sín lóðarskikann án nokkurra kvaða eða kostnaðar. Stefnt skal að því að ofnagreindur samningur verði lagður fyrir ráðið sem fyrst, með þeim fyrirvara að lóðarhafar við Merkurteig 4 hafi veitt samþykki sitt fyrir samningnum fyrir sitt leiti.

8.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Uppkast af umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar tekin til meðferðar í Skipulags- og umhverfisráði.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri fór yfir drög að Umhverfisstefnu Akraness. Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að undirbúa gögnin til kynningar á sameiginlegum fundi bæjarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 21:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00