Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023
1912062
Lagt fram til kynningar.
2.Akraneslína 2 - lagning jarðstrengs
2003202
Með vísan til 21. gr. raforkulaga nr. 65/2003, leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að Landsneti hf, kt.580804-2410 verði, af hálfu Akraneskaupstaðar þinglýstum eiganda jarðanna, Garðaflóa 70, landeignanr. 131209 og Ósland - Kirkjutunga landeignanr. 133645, að leggja á jarðir þessar kvöð sem hlýst af lagningu eins 66 kV háspennujarðstrengs í jörð (Akraneslínu 2), vegslóðar og ljósleiðara í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt sem er fylgiskjal með heimild þessari.
3.Akraneslína 2 - framkvæmdaleyfi
2003250
Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og umhverfiráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs í Garðaflóa skv. meðylgjandi gögnum verði veitt. Framkvæmdaleyfi er veitt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2013.
4.Fasteignafélag Akraness ehf. - ársreikningur 2019
2003245
Ársreikningur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar ehf. fyrir árið 2019 lagður fram til samþykktar.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Stjórn Fasteignafélagsins ehf. samþykkir ársreikning félagsins vegna ársins 2019 og leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja ársreikninginn.
5.Fasteignafélag Akraness slf. - ársreikningur 2019
2003244
Ársreikningur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. vegna ársins 2019 lagður fram til samþykktar.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Stjórn Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. samþykkir ársreikning Akraneskaupstaðar vegna ársins 2019 og leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja ársreikninginn.
Fundi slitið - kl. 13:00.