Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

160. fundur 15. júní 2020 kl. 07:30 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Stofnanareits - Kirkjubraut 39 breyting

2004155

Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Kirkjubraut 39.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að drög að breytingartillögu verði kynnt á sérstökum kynningarfundi.

2.Deiliskipulag Stofnanareits - Vogabraut 3 - stækkun á byggingarreit.

2006099

Umsókn um stækkun byggingarreits, vegna viðbyggingar við bílskúr.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum að Heiðarbraut 58, 60 og Vogabraut 1, 4 og 5.

3.Deiliskipulag Stofnanareits - Stillholt 9

2001272

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Brekkubraut 10, 12, Heiðarbraut 57, 59, 61, Stillholti 7 og 11. Athugasemdir bárust frá Heiðarbraut 61 og Stillholti 11. Breytingar voru gerðar eftir grenndarkynningu sem fólust m.a. í að byggingarreitur var færður 1,7 m frá lóðarmörkum Heiðarbrautar 61, bílskúrinn er lækkaður um 15 cm ásamt lækkun á gólfplötu um 15 cm.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að svara þeim sem gerðu athugasemdir.

4.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Þjóðbraut 3

2005361

Erindi lóðarhafa dags. 14. júní 2020, um heimild til að breyta deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Þjóðbrautar 3.
Breytingar felast m.a. í notkunarbreytingu þ.e. íbúðir verða á 1. hæð sem snýr að Þjóðbraut í stað rýmis fyrir miðbæjarstarfsemi s.s. verslun, þjónusta eða skrifstofur. Ennfremur verður breyting á nýtingarhlutfalli m.a vegna stækkunar á bílakjallara. Nýtingarhlutfall lóðar miðast við A-rými. Það hækkar úr 1,25 í 1,42. Til viðbótar kemur 9% hækkun fyrir B-rými. Heildarnýtingarhlutfall á lóð Þjóðbrautar 3 verður 1,55 (A og B rými).

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum á Þjóðbraut 1, Stillholti 23, Dalbraut 2 og 4.

5.Skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstaða fyrir starfsmenn og kennara

1905270

Opnun tilboða í Jaðarsbakka skrifstofur 2. hæð, 12. júní s.l.
Eftirfarandi tilboð bárust:
G.S. Import kr. 6.152.500
Laufás kr. 6.184.500
Hallamál ehf. kr. 7.503.400
Kostnaðaráætlun kr. 6.800.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

6.Skoðunarferð

2006150

Skipulags- og umvherfisráð fór og skoðaði framkvæmdir við Fimleikahúsið, Brekkubæjarskóla, Bjarnalaug, Skrúðgarðinn og Breiðina.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs fyrir upplýsandi ferð.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00