Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Asparskógar 25-leikskóli verkfræðihönnun
2008156
Verkfræðihönnun leikskóla við Asparskóga 25.
Akraneskaupstað hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í útboði nr. 21259 hjá Ríkiskaupum í verkfræðihönnun á 6 deilda leikskóla við Asparskóga 25 á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fara að tillögu Ríkiskaupa um að taka tilboði lægstbjóðanda þ.e. Verkís, Ríkiskaup mun tilkynna þátttakendum niðurstöðuna.
2.Leikskóli hönnun- Skógarhverfi
1911054
Sameiginlegur fundur með skóla- og frístunndaráði. Jón Ólafur Ólafsson og Franziska Ledergerber frá Batteríunu arkitektar og Elísabet Guðnýj Tómasdóttir landslagsarkitekt, verða á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri, Ingunn Sveinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskóla, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri skipulags- og umhverfsissviðs og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss sitja fundinn undir þessum lið og víkja af fundi eftir kynningu.
Skóla- og frístundaráð og skipulags- og umhverfisráð þakka fyrir kynninguna og óska eftir að unnið verði áfram að praktíkstum þáttum hönnunar.
Skóla- og frístundaráð og skipulags- og umhverfisráð þakka fyrir kynninguna og óska eftir að unnið verði áfram að praktíkstum þáttum hönnunar.
Fundi slitið - kl. 16:30.