Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

181. fundur 30. nóvember 2020 kl. 08:15 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Viðhald fasteigna

2004027

Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss, Karl Jóhann Haagensen verkefnastjór og Jón B Ólafsson verkefnastjóri sitja fundinn undir dagskrárliðum 1,2 og 3.
Skipulags- og umhverfisráð fékk kynningu á stöðu viðhaldsmála fasteigna á árinu 2020. Jafnframt var farið yfir helstu áherslur í viðhaldsmálum fasteigna fyrir árið 2021.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu.

2.Jaðarsbakkar 1 - viðhald áhorfendastúku.

2008213

Viðhald áhorfendastúku.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í viðhald áhorfendastúku á Jaðarsbökkum, ásamt því sem sæti verði endurnýjuð í stúkunni.

3.Tónberg TOSKA - breyting á sviði

2008037

Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss, kynnir breytingar á sviði í Tónbergi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til farið verði í framkvæmd sem miðar að því að lækka sviðið í Tónbergi.

Alfreð Þór Alfreðsson, Jón B Ólafsson og Karl Jóhann Haagensen víkja af fundi eftir þennan dagsrkárlið.

4.Snjómokstur 2020 til 2025 - útboð

2009022

Tilboð í verkið "Vetrarþjónusta gatna og stíga Akranesi 2020-2025.
Eftirfarandi tilboð bárust.

1. hluti, vetrarþjónusta götur og bílastæði stofnana:
Gísli S Jónsson ehf. kr. 98.347.040
Þróttur hf. kr. 55.600.000
Skóflan hf. kr. 90.500.000
Kostnaðaráætlun kr. 73.600.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grunni útboðsgagna.

2. hluti, vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiðir:
Gísli S Jónsson ehf. kr. 62.838.300
Þróttur ehf. kr. 45.750.000
Skóflan hf. kr. 71.25.000
Kostnaðaráætlun kr. 45.500.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grunni útboðsgagna.

5.Fjöliðjan - húsnæðismál / Smiðjuvellir 9

2011049

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að leigusamningur við fasteignafélagið Smiðjuvelli 9, verði framlengdur m.t.t. þess að ljóst er að húsnæði Fjöliðju á Dalbraut 10 er ekki tilbúið til rekstrar.

6.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Þjóðbraut 5

2010095

Breyting deiliskipulagssins var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 19. október til 19. nóvember 2020. Grenndarkynnt var fyrir eigendum á Þjóðbraut 1 Þjóðbraut 3, Dalbraut 4, Dalbraut 6 og 8. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Suðurgata 50A - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2011087

Óskað er eftir endurupptöku hjá ráðinu, vegna fyrirspurnar um heimild til að byggja aðra hæð á húsið við Suðurgötu 50A.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullgildum gögnum fyrir grenndarkynningu.

8.Deiliskipulag Stofnanareits - Kirkjubraut 39 breyting

2004155

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna lóðarinnar við Kirkjubraut 39. Breytingin felst í að breyta húsinu úr því að vera verslunar og hótelbygging í að vera íbúðarhús með verslun og þjónustu á 1. hæð, bílageymsla og geymslur í kjallara. Hámarksnýtingarhlutfall fer úr 1,56 í 1,9.
Lögð fram greinargerð vegna athugasemdar sem barst vegna skipulagsins.
Ein athugasemd barst við breytinguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að á grunni meðfylgjandi greinargerðar, verði auglýst skipulagstillaga samþykkt óbreytt, og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

9.Mastur vegna fjarskiptaþjónustu

2009166

Gunnar Ingimarsson deildarstjóri farsímadreifikerfa Símans, tekur þátt í fundinum undir þessum lið.
Mikilvægt er að bæta farsímasamband á Akranesi. Í ljósi fyrirhugaðar stækkunar Skóghverfis og þess að farsimasamband er að hluta ábótavant í nýrri hverfum var farið var yfir möguleika á staðsetningum fjarskiptamastra m.t.t þess að bæta farsímasamband á Akranesi.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Gunnari Ingimarssyni góða yfirferð.

10.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Forkynning á breytingu deiliskipulagsins var send út bréflega 16. október sl. til íbúa vestan megin Dalbrautar. Ennfremur voru drög að skipulagsbreytingunni auglýst og kynnt til 13. nóvember 2020. Ein athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Aðalskipulag - breyting Hausthús

2009133

Lýsing var auglýst til kynning til 7. nóvember 2020. Umsagnaraðilum var gefinn kostur á að koma með ábendingar til 24. nóvember sl.
Umsagnir hafa borist frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir þær ábendingar/sjónarmið sem fram koma við lýsinguna.

12.Deiliskipulag Hausthús

2009134

Lýsing var auglýst til kynning til 7. nóvember 2020. Umsagnaraðilum var gefinn kostur á að koma með ábendingar til 24. nóvember sl.
Umsagnir hafa borist frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir þær ábendingar/sjónarmið sem fram koma við lýsinguna.

13.Aðal- og deiliskipulag Skógarhverfis athugasemd við skipulag

2011275

Athugasemd við aðal- og deiliskipulag Skógarhverfis.
Eftir að greinargerð Skipulags- og umhverfisráðs með svörum við athugasemdum sem gerðar voru við aðalskipulagsbreytingu í Skógahverfi stækkun, deiliskipulag Skógahverfi áfangi 3A og deiliskipulag Garðalundar og Lækjarbotna var afgreidd úr ráðinu og síðar bæjarstjórn kom í ljós að láðst hafði að taka eina athugasemd fyrir. Í ljósi þess er greinargerðin uppfærð. Athugasemdin er ekki með þeim hætti að hún hafi áhrif á fyrri afstöðu skipulags-og umhverfisráðs til fyrrgreindra skipulaga, sem er að samþykkja þau óbreytt frá auglýsngu.

Skipulags- og umhverfisráð vísar því uppfærðri greinargerð til bæjarstjórnar til samþykktar og að hún verði send sem hluti skipulagsgagna til Skipulagsstofnunar.

14.Heiðarbraut 57 breyting í tvær íbúðir - umsókn um byggingarleyfi

2011023

Óskað er eftir að fjölga íbúðum úr einni í tvær að Heiðarbraut 57.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fyrirhuguð breyting verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
Grenndarkynna skal fyrir eigendum Heiðarbrautar 55, Stillholti 2, 9, 11, 13 og Brekkubraut 10.

15.Slökkvilið - tækjabúnaður

2011281

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir beiðni slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, um að auglýsa til sölu bifreið með fastanúmer VA-050. Bifreiðin hefur gengt hlutverki körfubíls/björgunartæki.
Fundarmenn samþykktu funargerðina með rfrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 11:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00