Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

187. fundur 22. febrúar 2021 kl. 16:15 - 21:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Smiðjuvalla - Kalmansvellir 6

2006294

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna Kalmansvalla 6.
Ingimar Magnússon, Brynja Helgadóttir og Bjarki Magnússon lóðarhafar á Kalmansvöllum 7, sátu fundinn undir þessum lið.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3 A

2005360

Lagfæringar í deiliskipulagi í takt við gatnahönnun og útfærslu blágrænna lausna.
Eftirfarandi lagfæringar hafa verið gerðar á deiliskipulaginu samhliða gatnahönnun:
Opið svæði fyrir vatnsfarveg og útvistarsvæði er breikkað um 6 metra í NA og stækkar skipulagssvæðið sem því nemur.
Gerð er nánari grein fyrir settjörnum og göngustígum um svæðið meðfram vatnsfarvegi.
Gangstétt og bílastæði við óbyggða götu við Álfalund er færð suður fyrir akrbrautina (Álfalund).
Veglína Skógarlundar er einfölduð og eru lóðamörk aðliggjandi lóða löguð til samræmis.
Sett er 35 fermetra lóð undir dreifstöð rafmagns í austurjaðri skipulagssvæðis.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Dalbrautar 6, var auglýst frá 2. janúar til og með 18. febrúar 2021. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Skipulags-og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að svörum vegna athugsemda sem bárust við deiliskipulagsbreytinguna.

4.Suðurgata 50A -Kynning á viðbyggingu

2011087

Erindið var grenndarkynnt frá 14. janúar til og með 16. febrúar 2021. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að svörum vegna athugsemda sem bárust við grenndarkynninguna.

5.Vesturgata 163, breyting í tvær íbúðir - umsókn um byggingarleyfi

2012231

Umsókn um að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir Vesturgötu 161, 160, 162, 164 og 165.

6.Asparskógar 1 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2101298

Erindi frá síðasta fundi ráðsins, fyrirspurn um að heimila svalaganga.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu.

7.Asparskógar 5 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2101295

Erindi frá síðasta fundi ráðsins, fyrirspurn SH Holding ehf. um fyrirhugaða byggingu á Asparskógum 5.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu.

8.Flóahverfi - þróunarsvæði

2102301

Kynning á þróunarsvæði í Flóahverfi.
Lögð fram drög að samningi við Merkjaklöpp ehf. vegna umsóknar fyrirtækisins um fimm lóðir í Flóahverfi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að ofangreindur samningur verið hafður til hliðsjónar varðandi afgreiðslu málsins.

9.Deiliskipulag Æðarodda - Æðaroddi 40 breyting

2102298

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Æðarodda, breytingin tekur til breytinga á byggingarreit Æðarodda 40.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir Æðarodda 16.

10.Húsvirki ehf. - umsókn um byggingarlóð fyrir fjölbýlishús

2102157

Erindi frá Húsvirki ehf. um lóð fyrir fjölbýlishús.
Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að hafa samband við umsækjanda varðandi fyrirspurn hans um lóð undir fjölbýlishús.

11.Skógræktarfélag Akraness 2020 - samningur/styrkir og land til skógræktar

2004150

Beiðni frá Jens Baldurssyni f.h. Skógaræktarfélags Akraness um styrk til að lagfæra stíga í skógaræktarsvæði Lækjarbotna og Þverkeldu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að endurnýjaður verði framkvæmdasamningur við Skógræktafélag Akraness sem rann út 2020.
Hámarksframlag fyrir árið 2021 verði 3.millj. kr. sbr. fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021.

12.Umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra 2021

2102010

Á vormánuðum auglýsir stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2021. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Akraneskaupstaður lagði inn umsókn árið 2020 í sjóðinn vegna byggingar þjónustumiðstöðvar á Dalbraut 4. Synjun fékkst á þá umsókn. Lagt er til að sótt verði aftur um styrk þegar auglýst verður á árinu 2021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2021 vegna uppbyggingar á þjónustumiðstöð á Dalbraut. Ráðið felur sviðsstjóra að vinna umsókn í samráði við sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs og vísa til samþykktar í bæjarstjórn.

13.Hótel - fyrirspurn

2102286

Snorri Hjaltason ræðir hugmyndir um byggingu Hótels.
Snorri Hjaltason framkvæmdastjóri BS-eigna ehf. og Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Farið var yfir staðsetningu á hótelbyggingu við golfvöllinn á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00