Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Flóahverfi - þróunarsvæði
2102301
Starfsmenn Landsvirkjunar kynna skýrslu sem verið er að vinna á vegum Landsvirkjunar, er varðar nýfjárfestingu og að bæta samkeppnishæfni Íslands við nágrannalönd.
2.Kynning á uppbyggingu
2104110
Kynning.
Ólafur Valur Steindórsson og Ellert Björnsson frá Fastefli ehf., kynntu hugmyndir um uppbyggingu og byggð á Sementsreitnum.
3.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Skipulagsfulltrúi kynnir næstu skref í málinu. Úrdráttur úr greinagerð yfirfarin.
Úrdráttur úr greinargerð lagður fram til frekari vinnslu á næsta fundi ráðsins.
4.Deiliskipulag Ægisbrautar - endurskoðun
2104078
Kynning á fyrstu skrefum að endurskoðun á deiliskipulagi Ægisbrautar. Með tilliti til breytingar á Aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja af stað deiliskipulagsvinnu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi við Ægisbraut.
5.Sala fasteigna Akraneskaupstaðar
2104079
Umræður um sölu og kaup á fasteignum í eigu Akraneskaupstaðar.
Farið yfir möguleika á sölu fasteigna hjá Akraneskaupstað. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
6.Flóahverfi - gatnagerð
2104080
Huga þarf að frekari gatnaframkvæmdum til úthlutunar á fleiri lóðum í Flóahverfi.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að undirbúa frekari gatnagerð í Flóahverfi.
Fundi slitið - kl. 22:00.
Skipulagsfulltrúa er falið að koma með drög að úthlutunarreglum fyrir Flóahverfi sem styður undir hugmyndir um vistvæna iðngarða.