Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

222. fundur 29. nóvember 2021 kl. 16:15 - 19:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Stafræn húsnæðisáætlun.

2110174

Ella María Gunnarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu bæjarstjóra kynnir gerð húsnæðisáætlunar Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ellu Maríu Gunnarsdóttir góða kynningu á rafrænni húsnæðisáætlun.

2.Slökkvilið Akranes og Hvalfjarðarsveitar - úttekt á starfsemi

2111184

Úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á starfsemi Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jens Heiðari Ragnarssyni slökkviliðsstjóra góða yfirferð á úttekt HMS á starfsemi slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

3.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Kynningargögn sem stendur til að dreifa til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi kynningargögn sem dreift skal til íbúa vegna kynningar á endurskoðun aðalskipulags Akraness 2021-2033.


Guðríður Sigurjónsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags-og umhverfisráði vill koma eftirfarandi á framfæri vegna bókunar Ólafs Adolfssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags-og umhverfisráði á fundi ráðsins nr. 221.
Í drögum að greinargerð með nýju aðalskipulagi Akraness 2017-2032 er eftirfarandi sérákvæði í lýsingu á skipulagi Dalbrautarreits, 141-ÍB:
Blönduð byggð með þéttri íbúðarbyggð, atvinnustarfsemi, verslun og þjónustu. Gert verði ráð fyrir bílastæðum í kjallara nýbygginga. Uppbygging, starfsemi og nýtingarhlutfall verður ákvarðað í deiliskipulagi
sbr. kafla 3.1.2.

Þá segir jafnframt í greinargerðinni, í almennum kafla um íbúðasvæði:
Á Dalbrautarreit (141-ÍB) og við Ægisbraut (134-ÍB) er gert ráð fyrir endurnýjun byggðar með blandaðri byggð með íbúðum á efri hæðum og möguleika á atvinnustarfsemi á jarðhæð.

Þessi texti lýsir áformum bæjarstjórnar Akraness um framtíðar uppbyggingu á Dalbrautarreit. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja þessi áform og fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og umhverfisráði hefur fullt traust og umboð flokksins til að vinna áfram að gerð og kynningu Aðalskipulags á grunni þessa texta.
Undirritaður fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og umhverfisráði vill benda á að ekkert í þessum texta útilokar að starfsemi Fjöliðjunnar verði á Dalbraut 10 í einnar hæðar húsi með viðbyggingu, heldur getur það farið vel saman við lýsingu á „blandaðri byggð með þéttri íbúðarbyggð, atvinnustarfsemi, verslun og þjónustu.“ Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa jafnframt bent á að starfsemi Þorpsins frístundamiðstöðvar er nú staðsett í húsnæði á þessum reit sem er frekar óhentugt fyrir þá starfsemi auk þess sem útisvæði er ekkert. Þess vegna hefur bæjarstjórn nú tækifæri til að hugsa fyrir hentugu húsnæði ásamt útisvæði fyrir þessa starfsemi til framtíðar. Hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar m.a. bent á að það mætti gera innan reitsins með tengingu við húsnæði Fjöliðjunnar, t.d. með sameiginlegum garði eða torgi. Slíkar hugmyndir vinna ekki gegn texta Aðalskipulagsins, heldur eru þær settar fram sem innlegg í þá vinnu sem framundan er varðandi nánari ákvarðanir um uppbyggingu og starfsemi á reitnum í deiliskipulagi.

4.Miðbæjarreitur - þróun

2111199

Afmörkun miðbæjarreits
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að afmarka ákveðin miðbæjarreit í endurskoðun á aðalskipulagi Akraness 2021-2033. Horft verði til tengingar hans við önnur nærsvæði sbr. höfn, langsand,sementsreit og eldri bæjarhluta.
Hugað verði í framhaldinu að deiliskipulagi miðbæjarreits.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00