Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Grundaskóli - uppbygging
2103323
Samningar um verkfræðihönnun í Grundaskóla stjórnunarálma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við eftirfarandi aðila vegna verkfræðihönnunar á stjórnunarálmu Grundaskóla:
Hanna verkfræðistofa, burðarþol, kr. 1.612.000 m.vsk
Teikning, loftræsting og lagnir, kr. 3.304.476 m.vsk
Lumex, raflagnir, kr. 2.156.112 m.vsk
Hanna verkfræðistofa, burðarþol, kr. 1.612.000 m.vsk
Teikning, loftræsting og lagnir, kr. 3.304.476 m.vsk
Lumex, raflagnir, kr. 2.156.112 m.vsk
2.Jaðarsbakkar 1 - kaldur pottur.
2109159
Aðferðarfræði vegna útboðs á uppsteypu á köldum potti.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fyrir liggur að tilboð barst í uppsteypu á köldum potti frá GS Import, í október 2020, uppá kr. 8,735.000, kostnaðaráætlun var 6.716.000.
Viðræður hafa verið við forsvarsmenn GS Import í millitíðinni. Niðurstaðan er sú að Skipulags- og umhverfisráð leggur til að verkið verði boðið út að nýju með þeim breytingum að boðin verði út tímavinna, en Akraneskaupstaður leggi fram efni til verksins.
Fyrir liggur að tilboð barst í uppsteypu á köldum potti frá GS Import, í október 2020, uppá kr. 8,735.000, kostnaðaráætlun var 6.716.000.
Viðræður hafa verið við forsvarsmenn GS Import í millitíðinni. Niðurstaðan er sú að Skipulags- og umhverfisráð leggur til að verkið verði boðið út að nýju með þeim breytingum að boðin verði út tímavinna, en Akraneskaupstaður leggi fram efni til verksins.
3.Hringtorg á Akranesveg
2201199
Tenging Skógahverfis, við Akranesveg.
Skipulags- og umhverfisráð vill beina því til Vegagerðarinnar að hefja ferli við undirbúning á hringtorgi við Akranesveg.
Skógahverfi er í hraðri uppbyggingu og því mikilvægt útfrá eftirfarandi sjónarmiðum að hringtorg komi sem allra fyrst:
Mikilvægt að tvær útleiðir séu úr Skógahverfi gagnvart umferð.
Við hringtorg er áætlaður tengipunktur lagna hjá Veitum, m.a. er varða Skógahverfi.
Gönguleið upp í Flóahverfi er áætluð að fari yfir/ eða undir Akranesveg við hringtorg.
Af ofangreindu má vera ljóst að til að viðhalda þeim uppbyggingaráformum sem eru uppi hjá Akraneskaupstað að hringtorg komi sem allra fyrst.
Skógahverfi er í hraðri uppbyggingu og því mikilvægt útfrá eftirfarandi sjónarmiðum að hringtorg komi sem allra fyrst:
Mikilvægt að tvær útleiðir séu úr Skógahverfi gagnvart umferð.
Við hringtorg er áætlaður tengipunktur lagna hjá Veitum, m.a. er varða Skógahverfi.
Gönguleið upp í Flóahverfi er áætluð að fari yfir/ eða undir Akranesveg við hringtorg.
Af ofangreindu má vera ljóst að til að viðhalda þeim uppbyggingaráformum sem eru uppi hjá Akraneskaupstað að hringtorg komi sem allra fyrst.
4.Slökkvilið - bíla- og tækjakaup
2201149
Útboð á stigabíl.
Tvö tilboð bárust í verkið:
Fastus ehf, kr. 115.000.000
Ólafur Gíslason & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, kr. 91.833.300
Kostnaðaráætlun kr. 95.000.000
Skipulags- og umhverfiráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda um kaup á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness- og Hvalfjarðarsveitar.
Fastus ehf, kr. 115.000.000
Ólafur Gíslason & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, kr. 91.833.300
Kostnaðaráætlun kr. 95.000.000
Skipulags- og umhverfiráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda um kaup á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness- og Hvalfjarðarsveitar.
5.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19
2106126
Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi sem felst í því að bæta við einni inndreginni hæð þ.e. hús verði 5.hæðir í stað 4.hæða á Beykiskógum 19.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar fyrirspurninni.
6.Öryggismyndavélar á stofnanir Akraneskaupstaðar
2201209
Vaktkerfi utandyra við stofnanir.
Skipulags- og umhverfisráð felur Jóhanni Guðmundssyni kerfisstjóra að skoða lóðir við Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Teigasel m.t.t. þess að hægt sé að vakta mannvirki innan lóðanna.
7.Leikskóli Skógarhverfi, Asparskógar 25 - lóðafrágangur og framkvæmd
2110122
Lóðaframkvæmd.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda um verkið þ.e Jarðyrkju ehf, sbr. minnisblað Landslaga um fjárhagslegt hæfi fyrirtækisins.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 17:45.