Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)
2104149
Kostnaðaráætlun fyrir endurnýjun lóða við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.
Inga Rut Gylfadóttir landlagsarkitekt, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi áform um endurnýjun á skólalóðum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla á árinu 2022. Málinu er að öðru leyti vísað í skóla- og frístundaráð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi áform um endurnýjun á skólalóðum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla á árinu 2022. Málinu er að öðru leyti vísað í skóla- og frístundaráð.
2.Aðalskipulag - endurskoðun 2021-2033
1606006
Umræður um endurskoðun aðalskipulags.
Árni Ólafsson skipulagshönnuður fór yfir vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins. Stefnt að því að fullbúinn skipulagsgögn liggi fyrir á næsta fund ráðsins.
3.Innanbæjar- og frístundastrætó
2110009
Útboðsgögn vegna innanbæjar-og frístundastrætó
Ólafur Adolfsson vék af fundi undir þessum lið.
Farið var yfir útboðsgögn á innanbæjar- og frístundastrætó.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og felur Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að bjóða út verkið.
Farið var yfir útboðsgögn á innanbæjar- og frístundastrætó.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn og felur Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að bjóða út verkið.
4.Deiliskipulag Sementsreits - Suðurgata 92, 94, 96
2112195
Breyting á mænishæð var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga, frá 14. janúar til og með 13. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild Stjórnartíðinda.
5.Aðalskipulag Hausthúsatorg - breyting
2009133
Breyting á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst frá 30. desember til og með 17. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Veitum og Landsneti á auglýsingartíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að breyting á aðalskipulagi vegna Hausthúsatorgs verði samþykkt og send Skipulagsstofnun.
6.Deiliskipulag Hausthúsatorg
2009134
Nýtt deiliskipulag skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, var auglýst frá 30. desember til og með 17. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Veitum og Landsneti á auglýsingartíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt, sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
7.Jafnlaunavottun - viðhaldsvottun 2022
2108135
Viðhaldsvottun jafnlaunavottunar fer fram dagana 28. febrúar og 1. mars næstkomandi.
Jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar er í sífelldri endurskoðun og lögð er til smávægilegar orðalagsbreytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 12. janúar 2021.
Jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar er í sífelldri endurskoðun og lögð er til smávægilegar orðalagsbreytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 12. janúar 2021.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og vísar stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
8.Niðurrif eigna í eigu Akraneskaupstaðar.
2202110
Niðurrif á mannvirkjum í eigu Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fjárfestingaráætlun 2022, verði uppfærð m.t.t. þess að hús við Suðurgötu 108, Suðurgötu 124, Dalbraut 8 og Dalbraut 10 verði rifinn.
9.Vetraraðstaða til útileikja
2202122
Aðstaða til leikja yfir vetrartímann.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að reynt verða að bæta umgjörð um aðstöðu til leikja yfir vetrartímann, horft verði m.a. til eftirfarandi þátta:
Stækka hól við Jörundarholt.
Skoða með skautasvell í skógrækt og fleiri stöðum.
Koma upp aðstöðu fyrir gönguskíðabrautir.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að vinna málið áfram.
Leitað verði til íbúa um tillögur til úrbóta á aðstöðu til vetraleikja.
Stækka hól við Jörundarholt.
Skoða með skautasvell í skógrækt og fleiri stöðum.
Koma upp aðstöðu fyrir gönguskíðabrautir.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að vinna málið áfram.
Leitað verði til íbúa um tillögur til úrbóta á aðstöðu til vetraleikja.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundagerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 18:40.