Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Ólafur Adolfsson og Guðjón Viðar Guðjónsson tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar
2109252
Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 21. janúar til og með 8. mars 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðanda.
2.Laugarbraut 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2203023
Umsókn byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsið, þar sem byggt er hæð ofan á eldri hluta hússins. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar er 0,30 skv. greinargerð deiliskipulags Akratorgsreits, núverandi nh. er 0,24 verður eftir breytingu 0,31.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Akurgerði 2, 4, 6, Laugarbraut 14, 16, 18, 21 og Vesturgötu 84, 88 og 90.
3.íþróttamiðstöð Jaðarsbökkum - uppbygging
2006178
Opnun tilboða í "Íþróttahús - Uppsteypa og ytri frágangur" að Jaðarsbökkum 1.
Mánudaginn 7. mars 2022, voru opnuð tilboð í verkið "Íþróttahús-Uppsteypa og ytri frágangur"
Eftirfarandi tilboð bárust:
Alefli ehf 1.450.711.420
Flotgólf 1.212.375.246
Kostnaðaráætlun 1,087,750.485
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Alefli ehf 1.450.711.420
Flotgólf 1.212.375.246
Kostnaðaráætlun 1,087,750.485
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
4.Slökkvilið - bíla- og tækjakaup
2201149
Sameiginlegt útboð um kaup á dælubifreið fyrir slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Jens H Ragnarsson, slökkviliðsstjóri fór yfir stöðu málsins.
Eitt tilboð barst í verkið frá Ólafi Gíslasyni & Co, um 92 millj.kr.
Kostnaðaráætlun var kr. 70 millj.kr.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Eitt tilboð barst í verkið frá Ólafi Gíslasyni & Co, um 92 millj.kr.
Kostnaðaráætlun var kr. 70 millj.kr.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi skipulags- og umhverfisráðs.
5.Garðalundur Lækjarflói - framkvæmdir
2203080
Farið yfir deiliskipulagið Garðalundur Lækjarflói.
Skipulags- og umhverfiráð felur sviðsstjóra að undirbúa frekari hönnun á svæðinu m.t.t. frekari tómstundaiðkunar.
6.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi
2109218
Tillagan hefur á vinnslustigi verið kynnt á vettvangi aðildarsveitarfélaganna og hlotið meðferð í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana sbr. lög nr. 111/2021.
Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.
Tillagan er aðgengileg á vef samlausnar sbr. neðangreinda slóð:
www.samlausn.is
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar
Í samræmi við framangreind ákvæði laga nr. 55/2003 er tillagan nú send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að áætluninni til formlegrar staðfestingar.
Tillagan er aðgengileg á vef samlausnar sbr. neðangreinda slóð:
www.samlausn.is
Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að svæðisáætlun Sorpurðunar Vesturlands hf, sorpstöðvar Suðurlands bs og Kölku,
sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir tímabilið 2022 - 2033, verði samþykkt.
sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir tímabilið 2022 - 2033, verði samþykkt.
Ólafur Adolfsson og Guðjón Viðar Guðjónsson samþykktu fundagerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 15:50.