Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

293. fundur 04. apríl 2024 kl. 18:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Jaðarsbakkar - lóðahönnun

2309261

Útboðsgögn vegna lóðarframkvæmda við íþróttahúsið á Jaðarsbökkum kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.

2.Íþróttahús Vesturgötu 120 - viðgerð á húsi

2310148

Tilboð í endurgerð á íþróttahúsinu á Vesturgötu kynnt auk yfirferðar verkefnastjóra á tilboðunum.
Eftir yfirferð tilboða eru gild tilboð eftirfarandi:
Land og verk ehf: 231.596.999 kr.
Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar ehf: 248.213.283 kr.
E. Sigurðsson ehf: 269.709.904 kr.
Stéttafélagið ehf: 278.837.500 kr.
Kostnaðaráætlun verksins er 228.230.730 kr.
Tilboð frá LM pípulagnir er ógilt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gengið verði til samnings við lægstbjóðanda.

3.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra

2308168

Skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 5 og 6 vegna Innnesvegar 1. Lýsingin var auglýst með fresti til að skila inn umsögnum til 11. mars 2024 í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Umsagnir lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir þær umsagnir sem bárust og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Sementsreitur austur - Gatnagerð og Veitur

2305200

Útboðsgögn fyrir gatnagerð á Sementsreit lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi útboðsgögn.

5.Reynigrund 24 breyting á húsnæði -fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2403026

Umsókn lóðarhafa Reynigrundar 24, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að breyta núverandi húsi á lóð. Breytingin felst í hækkun á hámarkshæð húss, sem fer úr 3,64 m í 3,82 m. Ennfremur er sótt um breytingu á gluggum á öllum hliðum húss.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að umsóknin um byggingarleyfi verði grenndarkynnt, skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 17, 18, 22, 26 og 31. Skipulagsfulltrúa falið að afla skýrari gagna áður en kynning fer fram.

6.Dalbraut 31 stækkun íbúðarhúss - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2401360

Umsókn lóðarhafa Dalbrautar 31, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að byggja við hús að Dalbraut 31, breyting felst að stækka húsið í suður og suð-austur um 54,5 fm. Viðbygging verður álklædd í dökkum lit með flötu þaki.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt, skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Dalbrautar 21, 29, 41, 43 og Esjuvalla 24. Skipulagsfulltrúa falið að afla skýrari gagna áður en kynning fer fram.

7.Skipulagsgátt - framleiðsla rafeldsneytis á Grundartanga mál til umsagnar

2403147

Óskað eftir umsögn varðandi framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga.

Framkvæmdin er á vegum Qair og felst í framleiðslu vetnis og ammoníaks til að nota í orkuskiptum í stað jarðefnaeldsneytis.
Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

8.Lagfæringar á neðri hluta Suðurgötu

2403105

Kostnaðaráætlun yfir viðgerðir á götu lögð fram.
Málinu frestað til næsta fundar.

9.Endurgerð gatna 2024

2308070

Lögð fram kostnaðaráætlun nokkurra gatnaverkefna
Málinu frestað til næsta fundar.

10.Álfalundur 31-43 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2403206

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 3A vegna Álfalundar 31-43. Breytingin felst í að heimilt verði að byggja 6 íbúðir í stað 7 íbúða. Umsögn Veitna ohf liggur fyrir um mögulegan kostnað vegna breytingarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00