Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2408110
Fulltrúar frá Merkjaklöpp ehf, Alexander Eiríksson og Guðmundur Sveinn Einarsson, mæta á fundinn og kynna hugmynd að hóteli við Garðavöll með tengingu við golfskálann.
2.Keilufélag Akraness - húsnæðismál
2311273
Kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á loftræsingu í keilusal og viðgerð á anddyri lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurbætur í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun.
3.Umferðaröryggi við Brekkubæjarskóla, Garðasel og Vallarsel
2408106
Ábendingar hafa borist um umferðaröryggi við Brekkubæjarskóla, Garðasel og Vallarsel.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir áhyggjur um umferðaröryggi við skóla- og íþróttamannvirki, og felur sviðsstjóra að koma með tillögur að úrbótum.
4.Háholt 31 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa
2407172
Umsókn lóðarhafa á Háholti 31 um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits. Breytingin felst í byggingu fjögurra þakkvista á íbúðarhúsið Háholti 31.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Alexander og Guðmundur véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.