Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

316. fundur 16. desember 2024 kl. 17:00 - 19:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson Sviðsstjóri
Dagskrá

1.Kirkjubraut, Kalmannsbraut endurgerð

2210065

Heimsókn frá Studio Jæja farið yfir hugmyndir af Krikjubraut.



Undir þessum lið sitja eftirfarandi bæjarfulltrúar, Kristinn Sveinsson, Jónína Margrét Sigmundsdóttir, Einar Brandsson, Ragnar B. Sæmundsson. Ásamt embættismönnum.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Studio Jæja yfirferðina.

Gestir víkja af fundi.

2.Akrakotsland- Tún - grenndarkynning byggingarleyfisumsóknar beiðni um umsögn

2412029

Hvalfjarðarsveit óskar eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna byggingarleyfisumsóknar Akrakotsland-Tún. Breytingin felst í að heimilt verði að byggja skemmu/atvinnuhúsnæði/verkstæði á lóð, brúttóflötur 280,3 fm.
Akraneskaupstaður vill árétta að Akrkotsland sem er í eigu kaupstaðarins er hugsað til uppbyggingar á íbúðum í framtíðinni.
Ein af þeim tengingum sem verður inn á væntanlegt byggingarland Akrakots er frá Innnesvegi. Sá vegur mun fara framhjá því atvinnuhúsnæði
sem nú er verið að grenndarkynna. Óskað er eftir frekari upplýsingum um hvernig lágmarka eigi sjónræn áhrif uppbyggingar m.t.t. þeirra
vegfarenda sem nýta munu ofangreindan veg inn og út úr Akrakotslandi.

3.Orkuveitan - beiðni um borunarleyfi vegna hitastigsborana í landi Akraneskaupstðar

2412050

Erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur óskað er eftir afstöðu til borana og rannsóknum eftir jarðhita við Jaðarsbraut og Faxabraut ásamt Höfðaselsholti.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og fagnar áformum OR um jarðhitaleit á Akranesi.
Jafnframt leggur ráðið til að borun við Jaðarsbraut og Faxabraut verði gerð sem fyrst svo ekki verði röskun né tafir á núvernadi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á reitnum. Ráðið bendir að sækja þarf um framkvæmdaleyfi vegna áður en verk hefst.

4.Sóleyjargata - akstursstefna - bílastæði

2411205

Lagt er til að endi Sóleyjargötu, norðan Vitateigs verði einstefna í framhaldi af Melteig.
Skipulags- og umhverfisrráð jákvætt í erindið og felur sviðstjóra frekari úrvinnslu málsins.

5.Kirkjubraut 4-6 --, minnkun lóðar - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2411172

Umsókn Al hönnunar fyrir hönd eiganda Daníel Daníelssonar um breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreit. Breytingin felst í að heimilt verði að reka gistiheimili á neðstuhæð Krikjubrautar 4-6, stækkun á lóð Krikjubrautar 4-6 og minnkun á lóð Suðurgötu 67.
Mál lagt fram, skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.KFÍA - Vallarhús

2410228

KFÍA hefur óskar eftir samtali við Akraneskaupstað um nýtingu á Vallarhúsi. Skóla- og frístundaráð hefur tekið jákvætt í erindið. Leitað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs hvað varðar framtíðarskipulag á svæðinu og framtíð Vallarhússins.
Skipulags- og umhverfisráð býður fulltrúum skóla- og frístundaráðs á næsta fund ráðisns þann 7. janúar næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00