Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Viðhald gatna og stíga 2025 - Útboð
2502155
Hugmyndir um viðhald gatna og stíga ásamt kostnaðarmati lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra kynninguna. Ráðið tekur málið fyrir á næsta fundi.
2.Garðavöllur - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamning
2409315
Sviðstjóri leggur fram drög að samningi um leigu á landi golfvallarins til Leynis.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir samningsdrögin og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
3.Jarðefnatippur - þjónusta - útboð 2024
2410304
Verkefnastjóri leggur fram drög að gögnum fyrir verðkönnun á þjónustu á jarðefnatipp.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlögð gögn.
4.Deiliskipulag - Höfðasel
2103268
Farið yfir fundargerð frá kynningarfundi.
Málið rætt og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5.Afnot af bæjarlandi - Hafnarbraut 10 - Þráinn V Gíslason
2502098
Beiðni um tímabundin afnot af bæjarlandi
Skipulags- og umhverfisráð fellst á erindið og felur umhverfisstjóra að gefa út afnotaleyfi til eins árs í samræmi við reglur.
6.Skipulagsgátt - umsagnarbeiðni vegna Galtarlækjar L133627
2501367
Beiðni frá Hvalfjarðarsveit um umsögn við skipulagslýsingu fyrir Galtalæk.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
7.Kalmnsvellir 2 - innanhúss breyting á húsnæði
2503012
Lögð er fram verðáætlun og minnisblað frá Björgunarfélagi Akraness um innanhússbreytingar á sameiginlegu rými með Slökkviliðsstöðinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2026.
8.Sjávarflóð í mars 2025
2503021
Umfjöllun um sjávarflóð helgina 1.-2. mars.
Eftir slæmt veður og háa sjávarstöðu um helgina situr eftir talsvert tjón í bæjarfélaginu. Um helgina voru starfsmenn Veitna, slökkviliðs og lögreglu á vettvangi ásamt félögum frá björgunarfélaginu og starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Unnið er við að ná utan um tjónið og skipuleggja hreinsunarstarf. Haft hefur verið samband við Vegagerðina varðandi áformaðar endurbætur á sjóvarnargörðum og ætla þeir að bregðast strax við með undirbúning þeirra. Sviðstjóra falið að fylgja því eftir við Vegagerðina að þeim verði flýtt.
Fundi slitið - kl. 19:00.