Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

47. fundur 18. apríl 2000 kl. 13:00 - 15:50
47. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 18. apríl 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir, Edda Agnarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Flatahverfi.
Ráðgjafar mæta á fundinn.
Á fundinn mættu Ævar Harðarson og Albína Thordarson og gerðu grein fyrir skipulagsvinnu við Flatahverfi.

2. Háholt 2.
Breyting á deiliskipulagi stofnanareits vegna nýrrar spennistöðvar, engar athugasemdir vour gerðar við grenndarkynningu.
Gerð var grenndarkynning samkvæmt 2. mgr. 26. gr. byggingar- og skipulagslaga, engar athugasemdir bárust. Nefndin leggur því til að framkomin breyting á deiliskipulagi verði samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:50.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00