Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

37. fundur 04. janúar 2000 kl. 13:00 - 16:15
37. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16 - 18, þriðjudaginn 4. janúar 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason, Lárus Ársælsson, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir, Halldór Stefánsson, Guððlaugur Þórðarson, Sigríður Ragnarsdóttir og Skúli Lýðsson. Ritari Hafdís Sigurþórsdóttir.

1. Ásar / Traðarbakkaland.
Tillaga að deiliskipulagi.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að láta ljúka vinnu við framkomna tillögu við deiliskipulagið með eftirfarandi breytingum: Fjarlægðir frá lóðamörkum að Jörundarholti að Garðagrund og að Innri Akraneshreppi verði endurskoðaðar með tilliti til breytinga á aðalskipulagi. Göngu- og reiðstígar verði merktir á deiliskipulagsuppdráttum, staðsetning á bílastæðum á deiliskipulagsuppdrætti verði ekki bindandi og skal endanleg staðsetning bílastæða háð samþykki byggingarnefndar. Gerð verði grein fyrir staðsetningu frárennslisskurðar milli golfvallar og Leynislækjar við Ásabraut.

2. Flatahverfi - rammaskipulag.
410169-4449, Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18. 300 Akranesi.
Umræður um tillögur.
Skipulagsnefnd felur byggingar- og skipulagsfulltrúa að afla umsagna um framkomnar tillögur með tilliti til uppbyggingar veitukerfa og jafnframt að afla umsagna um umferðarskipulag framkominna tillagna að rammaskipulagi Flatahverfis.

3. Miðbæjarreitur - deiliskipulag.
Skipulag bílastæða.
Skipulagsnefnd leggur til að byggingar- og skipulagsfulltrúa verði falið að láta ljúka vinnu við skipulag bílastæða við Stillholt með eftirfarandi breytingum: Inn- og útkeyrsla af bílastæðum verði staðsett beint á móti Dalbraut. Fyrirkomulag innaksturs verði endurskoðað með tilliti til aðkomu vöruflutningabíla. Innra skipulag bílastæða verði endurskoðað í ljósi þess að komast megi hjá botnlöngum á bílastæðum eins og mögulegt er.

4. Bárugata 15
410169-4449, Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, Akranesi.
Bréf bæjarráðs dags. 14. des. 1999 varðandi áfengisleyfi fyrir veitingastaðinn Breiðina, Bárugötu 15.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreint erindi þar sem það er í fullu samræmi við deiliskipulagsskilmála svæðisins.

5. Fundaáætlun.
Tillaga að fundartíma og dögum fyrir árið 2000.
Tillaga byggingar- og skipulagsfulltrúa að fundardögum skipulagsnefndar fyrir árið 2000. Tillagan er samþykkt miðað við fundartíma kl. 13:00. Allar breytingar á fundardögum skipulagsnefndar samkvæmt framkominni tillögu verða tilkynntar sérstaklega.

6. Kirkjubraut 11
410169-4449, Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, Akranesi.
Bréf bæjarráðs dags. 15. des. 1999 varðandi endurnýjað áfengisleyfi fyrir veitingastaðinn Barbró ehf., Kirkjubraut 11.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreint erindi þar sem það er í fullu samræmi við deiliskipulagsskilmála svæðisins.

7. Áfengisleyfi.
Skipulagsnefnd leggur til að byggingar- og skipulagsfulltrúi afgreiði umsögn um áfengisleyfi í þeim tilvikum þar sem um er að ræða endurnýjun á umsókn á deiliskipulögðu svæði, enda sé það í fullu samræmi við deiliskipulagsskilmála svæðisins.

8. Sólmundarhöfði - deiliskipulag.
Kynnt vinna við deiliskipulagsbreytingu að Sólmundarhöfða.
Málið kynnt, frestað til næsta fundar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:15.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00