Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

67. fundur 06. mars 2001 kl. 13:00 - 15:00

67. fundur skipulagsnefndar haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 6. mars 2001 kl. 13:00.
 
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Edda Agnarsdóttir,
 Guðbjartur Hannesson,
 Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
 
Fyrir tekið:
 
1. Akursbraut 9
230156-2399 Eggert Guðmundsson Fífurima 24, 112 Reykjavík.
Breyting á aðal- og deiliskipulagi á ofangreindri lóð samkvæmt teikningu Kristins Ragnarssonar, T11 teiknistofunni Smiðjuvegi 11, Kópavogi.
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. feb. 2001 lagt fram.  Nefndin leggur til að skipulagshöfundar geri lagfæringar á uppdráttum sbr. bréf skipulagstofnunar og að skipulagsbreytingin verði síðan auglýst.
 
2. Flatahverfi, klasi 7 - 8.
Umræður.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að vinna að tillögu að vali á ráðgjafa fyrir vinnu við deiliskipulag á klasa 7-8 í Flatahverfi.
 
3. Ægisbraut, deiliskipulag.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að vinna að tillögu að vali á ráðgjafa fyrir vinnu við deiliskipulag Ægisbrautar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:00
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00