Skipulagsnefnd (2000-2002)
70. fundur skipulagsnefndar var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, þriðjudaginn 17. apríl 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Guðni Tryggvason, varamaður formanns,
Edda Agnarsdóttir,
Lárus Ársælsson,
Heiðrún Janusardóttir varamaður.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi. Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Flatahverfi ? deiliskipulag klasi 3 og 4.
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagsskilmálum.
Skipulagsnefnd samþykkir að fellt verði úr skipulagsskilmálum fyrir klasa 3 og 4, ákvæði um hámarksstærð bílgeymslna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
2. Flatahverfi, deiliskipulag klasi 9.
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar sf., Jörundarholti 30, 300 Akranesi.
Deiliskipulag sem auglýst var samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan var auglýst frá og með 23. febrúar sl. til og með 23. mars 2001, athugasemdafrestur var til 6. apríl 2001. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýst tillaga dags. 8. febrúar 2001 verði samþykkt óbreytt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:15.