Skipulagsnefnd (2000-2002)
77. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 3. júlí 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Lárus Ársælsson
Edda Agnarsdóttir
Guðni R. Tryggvason varamaður.
Auk þeirra Sæmundur Víglundsson staðgengill forstöðumanns tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi. Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
Lárus Ársælsson
Edda Agnarsdóttir
Guðni R. Tryggvason varamaður.
Auk þeirra Sæmundur Víglundsson staðgengill forstöðumanns tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi. Fundarritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.
1. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1-2. Mál nr. SN010018
Kynning á vinnu við deiliskipulagsvinnu. Kanon arkitektar boðaðir á fundinn kl. 13:00.
Helgi B. Thórodsen og Halldóra Bragadóttir arkitektar frá Kanon arkitektum komu á fundinn og kynntu fyrstu tillögur varðandi skipulag svæðisins.
Kynning á vinnu við deiliskipulagsvinnu. Kanon arkitektar boðaðir á fundinn kl. 13:00.
Helgi B. Thórodsen og Halldóra Bragadóttir arkitektar frá Kanon arkitektum komu á fundinn og kynntu fyrstu tillögur varðandi skipulag svæðisins.
2. Vogabraut 5, Viðbygging og endurbætur (00.056.402) Mál nr. BN010054
681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi
Erindi Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Fjölbrautaskóla vesturlands varðandi viðbyggingu við bókasafn og til endurbóta á hluta af eldri byggingu, sem byggingarnefnd vísaði til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd getur fallist á breytingu á deiliskipulagi sem miðast eingöngu við stækkun á byggingarreit fyrir viðbyggingu merkt B á framkominni tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd getur fallist á að nefnd breyting á deiliskipulagi verði auglýst og kynnt skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga.
681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi
Erindi Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Fjölbrautaskóla vesturlands varðandi viðbyggingu við bókasafn og til endurbóta á hluta af eldri byggingu, sem byggingarnefnd vísaði til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd getur fallist á breytingu á deiliskipulagi sem miðast eingöngu við stækkun á byggingarreit fyrir viðbyggingu merkt B á framkominni tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd getur fallist á að nefnd breyting á deiliskipulagi verði auglýst og kynnt skv. 26. grein skipulags- og byggingarlaga.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:30.