Skipulagsnefnd (2000-2002)
81. fundur skipulagsnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 17. júlí 2001 kl. 15:00.
Mættir á fundi:Jóhannes Snorrason formaður,
Lárus Ársælsson,
Edda Agnarsdóttir,
Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð
1. Kirkjubraut 23. ( 000.862.05) Mál nr. SN010021
Bréf Margrétar Frímannsdóttur og Bergs Garðarssonar dags. 18. maí 2001 þar sem þau óska eftir að gert verði ráð fyrir bílskúr á lóðinni, með aðkeyrslu frá Merkigerði í deiliskipulagi sem verið er að vinna að við Akratorgsreit. Meðfylgjandi er riss af lóðinni
Tekið fyrir erindi sem vísað var til umfjöllunar við endurskoðun deiliskipulags Akratorgsreits.
Skipulagsnefnd samþykkir ekki ósk bréfritara um aðkeyrslu að bílskúrsbyggingu frá Merkigerði.Skipulagsnefnd leggur til að lóðarmörk milli lóða nr. 23 og 25 við Kirkjubraut verði 1,25 m frá húshlið hússins á lóð nr. 23. Miða skal við að útfærsla svæðisins verði í samræmi við hönnun lóðar nr. 25 við Kirkjubraut og að frágangi svæðisins verði lokið samhliða.
Varðandi umsókn um glugga á austurhlið hússins vísar skipulagsnefnd því erindi til byggingarnefndar.
2. Sunnubraut 13, viðbygging.
200647-6619 Einar Haraldsson, Vesturgötu 113b, 300 Akranesi. Bréf Runólfs Þ. Sigurðurðssonar fyrir hönd Einars Haraldssonar um álit nefndarinnar um viðbyggingu á ofangreindri lóð, einnig er sótt um að stækka lóðina samkvæmt meðfylgjandi rissi. Meðfylgjandi er samþykki nágranna á Kirkjubraut 28 og Sunnubraut 11 og 13.
Skipulagsnefnd leggst gegn frekari uppbyggingu á iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 13 við Sunnubraut, sem er skipulagt sem íbúðarlóð.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:40.