Skipulagsnefnd (2000-2002)
98. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 11. desember 2001 kl. 15:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir,
Heiðrún Janusardóttir,
Edda Agnarsdóttir,
Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8., Mál nr. SN010016
Umfjöllun um endanlega skipulagsskilmála og deiliskipulag í klasa 7-8.
Formanni skipulagnefndar falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við skipulagshönnuði.
2. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1-2. Mál nr. SN010018
Umfjöllun um endanlega skipulagsskilmála og deiliskipulag í klasa 1-2.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt.
3. Akratorgsreitur - deiliskipulag. Mál nr. SN000039
Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreits varðandi Kirkjubraut 25 og Vesturgötu 48.
Grenndarkynning hefur farið fram, engar athugasemdir komu fram. Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00.