Skipulagsnefnd (2000-2002)
100. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 21. janúar 2002 kl. 15:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Sigurlína G. Júlíusdóttir,
Lárus Ársælsson,
Heiðrún Janusardóttir
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Ægisbraut, deiliskipulag. Mál nr. SN010004
Fulltrúar íbúasamtaka svæðisins við Ægisbraut mæta á fundinn. Farið yfir viðbrögð við framkomnum drögum að deiliskipulagi fyrir svæði við Ægisbraut, sem kynnt var á fundi með íbúum í desember 2001.
Á fundinn mættu Kristján Guðmundsson og Bára Guðmundsdóttir fulltrúar íbúasamtaka svæðisins við Ægisbraut og lögðu fram og kynntu bréf dags. 21. jan sl. þar sem fram kom viðbrögð þeirra við framkomnum drögum að deiliskipulagi. Bréf íbúasamtakanna verður lagt fram sem innlegg í áframhaldandi vinnu við skipulagið.
2. Smiðjuvellir 4, bréf. (000.544.03) Mál nr. SN020001
681293-3299 Vignir G Jónsson h.f., Smiðjuvellir 4, 300 Akranesi
Bréf Eiríks Jónssonar fyrir hönd Vignis G. Jónssonar ehf. dags. 7. janúar sl. varðandi stækkun á ofangreindri lóð.
Skipulagsnefnd óskar eftir áliti bæjarráðs varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 49 við Esjubraut í 2 lóðir, með vísan til bréfs bréfritara.
3. Steinsstaðaflöt 6 og 8. Mál nr. SN010024
Breyting á deiliskipulagi, breytingin fellst í því að stækka byggingareit lóðanna við Steinsstaðaflöt 6 og 8.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 6 og 8 verði kynnt skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
4. Umferðarmál. Mál nr. SN010055
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 20. des. 2001 varðandi hámarkshraða og þungaflutninga um miðbæinn.
Málin rædd.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30