Skipulagsnefnd (2000-2002)
104. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 4. mars 2002 kl. 15:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir,
Heiðrún Janusardóttir,
Edda Agnarsdóttir,
Heiðrún Janusardóttir,
Lárus Ársælsson,
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Ársskýrsla skipulagsnefndar árið 2001. Mál nr. SN020013
Drög að ársskýrslu skipulagsnefndar lögð fram.
Málið rætt. Miðað er við að lokadrög að ársskýrslu fyrir skipulagsnefnd verði lögð fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
2. Skólabraut 23, fyrirspurn. (000.867.12) Mál nr. BN020013
100469-5299 Kristján Helgason, Skólabraut 23, 300 Akranesi
Byggingarnefnd vísar til afgreiðslu skipulagsnefndar, fyrirspurn Kristjáns um álit skipulagsnefndar á að byggja bílskúr samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Framkomin hugmynd að bílskúr samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd leggst gegn byggingu á bílskúr samkvæmt framkomnu rissi, þar sem skipulagsnefnd telur að aðkoma að bílskúrnum sé ekki ásættanleg.
3. Sóleyjargata 18, bílskúr. (000.912.13) Mál nr. BN020017
261130-2119 Þórður Þórðarson, Sóleyjargata 18, 300 Akranesi.
Byggingarnefnd vísar eftirfarandi erindi til skipulagsnefndar. Fyrirspurn Þórðar Þórðarsonar fyrir hönd Teits B. Þórðarsonar um álit nefndarinnar á að byggja bílskúr og breyta lóðamörkum. Meðfylgjandi er teikning af íbúðarhúsinu og breyttri lóð.
Ekki er til staðar deiliskipulag á því svæði sem framkomin tillaga tekur til. Í ljósi nýlegs úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og hæstaréttardóms frá 20. sept. 2001 í máli nr. 114/2001, óskar skipulagsnefnd eftir heimild bæjarráðs til að hefja nú þegar vinnu við deiliskpulag á óskipulögðu svæði við Vesturgötu og Grenjar. Nefndin leggst ekki gegn því að miðað verði við framkomna tillögu við vinnu á skipulaginu.
4. Steinsstaðaflöt 2-4, Mál nr. SN020012
Tillaga að breyting á deiliskipulagi, breytingin fellst í því að stækka byggingareit lóðanna við Steinsstaðaflöt 2 - 4.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði kynnt samkvæmt 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:45.
Þorvaldur Vestmann vék af fundi eftir 1. lið.