Skipulagsnefnd (2000-2002)
109. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 13. maí 2002 kl. 15:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Edda Agnarsdóttir,
Heiðrún Janusardóttir,
Lárus Ársælsson,
Sigurlína G. Júlíusdóttir.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Vogahverfi deiliskipulag, breyting Mál nr. SN020029
Uppdráttur Magnúsar H. Ólafssonar að breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis. Meðfylgjandi er afrit af bréfi Málfríðar K. Kristiansen dags. 26. apríl 2002 varðandi skipulagið.
Afgreiðsla: Tillagan kallar á breytingu á aðalskipulagi vegna ákvæða um lágmarksstærðir á lóðum og skilgreiningu á landnotkun.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í framkomna tillögu að deiliskipulagi miðað við að íbúðarhús á lóðum verði að minsta kosti 200 m2 og heildarbyggingarmagn á hverri lóð verði 600 ? 2400 m3. Heildarhæð húsa verði að hámarki 8,5 m.
Yfirfara þarf ákvæði um hæð á neðstu gólfplötu, samræma götubreiddir og yfirfara fyrirkomulag göngu og reiðstíga.
Nefndin leggur jafnframt til að útbúin verði sérstök gjaldskrá fyrir stórbýlalóðir.
2. Garðabraut 2, fyrirspurn (000.681.01) Mál nr. BN020048
501199-3039 Ægisbraut 9 ehf. , Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi.
Erindi byggingarnefndar varðandi fyrirspurn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Ægisbrautar 9 ehf., um hvort heimilt verði að setja gönguhurð á suðurhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd getur ekki fallist á framkomna tillögu.
3. Deiliskipulag, kostnaðarmat., Mál nr. SN020030
Bréf byggingar- og skipulagsfulltrúa varðandi kostnaðarmat vegna deiliskipulags óskipulagðra svæða.
Afgreiðsla: Lagt fram. Byggingar- og skipalgsfulltrúa falið að kynna bæjarráði kostnaðarmatið.
4. Golfvöllur - Garðalundur, deiliskipulag, tillaga Mál nr. SN020005
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Teikningar vegna deiliskipulags Golfvallar og Garðalundar lagðar fram.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að hönnuður og stjórn golfklúbbsins mæti á næsta fund nefndarinnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:40