Skipulagsnefnd (2000-2002)
110. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 21. maí 2002 kl. 15:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
Heiðrún Janusardóttir
Lárus Ársælsson
Auk þeirra: Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Vogahverfi- deiliskipulag, breyting Mál nr. SN020029
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Uppdráttur ( lokatillaga) Magnúsar H. Ólafssonar að breytingu og deiliskipulagi Vogahverfis.
Einnig tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna breyttrar stærða svæða og lóða. Meðfylgjandi er afrit af bréfi Málfríðar K. Kristiansen dags. 26. apríl 2002 varðandi skipulagið.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 1992-2012, verði auglýst samkvæmt 18. gr. laga nr. 73/1997 og nýtt deiliskipulag Vogahverfis samkvæmt framkominni tillögu verði auglýst samtímis samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997.
2. Golfvöllur - Garðalundur, deiliskipulag, tillaga Mál nr. SN020005
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Teikningar vegna deiliskipulags Golfvallar og Garðalundar lagðar fram.
Hönnuður og stjórn Golfklúbbsins Lenyis mæta á fundinn.
Hönnuði falið að vinna áfram að tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.
3. Garðabraut 2, deiliskipulag, breyting. (00.068.101) Mál nr. SN020002
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi frá Runólfi Þ. Sigurðssyni fyrir hönd lóðarhafa á ofangreindri lóð.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 18. gr. og 25. gr. laga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 1992-2012 og framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðarbrautar 2 og Jaðarsbraut 23-25, verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:40