Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014
1409066
Heiðrún fór yfir þau málefni sem farið var yfir á bæjarstjórnarfundi unga fólksins 2014. Heiðrún mun fylgja erindum eftir til viðeigandi úrvinnslu í samvinnu við ungmennaráð Akraneskaupstaðar.
2.UMFÍ - Ungt fólk og lýðræði 2015 ráðstefna
1501246
Bréf lagt fram frá Ungmennaráði UMFÍ þar sem athygli er vakin á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2015, 25.-27. mars nk. í Stykkishólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Margur verður að aurum api- réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að fulltrúar úr ungmennaráði Akraneskaupstaðar sæki ráðstefnuna.
3.UMFÍ - gisting íþróttahópa
1412180
Bréf lagt fram frá Ungmennafélagi Íslands þar sem vakin er athygli á tillögu sem bókuð var á 39. samráðsfundi Ungmennafélagsins. Tillagan var eftirfarandi: "39. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn í Stjörnuheimilinu í Garðabæ 11. október 2014, þakkar þeim sveitarfélögum sem stutt hafa við bakið á iðkendum ungmenna- og íþróttafélaga með því að sjá þeim gistingu í sínu húsnæði. Jafnframt hvetur sambandsráðsfundurinn öll sveitarfélög til að leggja sitt að mörkum til að þessir hópar fá gistingu á viðráðanlegu verði".
Heiðrún vék af fundi kl. 17:25.
Heiðrún vék af fundi kl. 17:25.
4.Leigu- og rekstrarsamningur ÍA og Akraneskaupstaður
1412007
Ásthildur mætti á fundinn kl. 17:25.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að leigu- rekstrarsamningur Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness verði endurnýjaður og framlengdur. Skóla- og frístundaráð leggur til að í 5. grein samningsins verði skipting tekna á þann veg að 20% tekna renni til leigusala og 80% tekna renni til leigutaka. Einnig leggur ráðið til að samningstímabilið samkvæmt 11. grein verði til og með 31. desember 2016.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að leigu- rekstrarsamningur Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness verði endurnýjaður og framlengdur. Skóla- og frístundaráð leggur til að í 5. grein samningsins verði skipting tekna á þann veg að 20% tekna renni til leigusala og 80% tekna renni til leigutaka. Einnig leggur ráðið til að samningstímabilið samkvæmt 11. grein verði til og með 31. desember 2016.
-
5.Styrkir 2015 til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála
1410157
Farið var yfir styrk umsóknir til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála. Leitað verður eftir frekari upplýsingum varðandi umsókn.
Kristinn Hallur vék af fundi 18:36-18:40 vegna vanhæfis.
Kristinn Hallur vék af fundi 18:36-18:40 vegna vanhæfis.
6.UMFÍ - Landsmót UMFÍ 2017 og 2021
1302077
Bréf lagt fram frá Ungmennafélagi Íslands sem auglýsir eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmót UMFÍ árið 2017.
7.Námskeið fyrir skólanefnd 2015
1501334
Upplýsingar um námskeið fyrir skólanefndir á Vesturlandi lagðar fram. Fulltrúar í skóla- og frístundaráði hafa áhuga á að sækja námskeið fyrir skólanefndir sveitarfélaga og telja æskilegt að varafulltrúum standi einnig til boða að sækja námskeiðið.
Fundi slitið - kl. 19:08.