Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Grundaskóli - bætt aðstaða fyrir nemendur
1505117
Erindi nemendafélags Grundaskóla um bætta aðstöðu í unglingadeild. Erindið var tekið fyrir í bæjarráð 28.5.2015 og 25.6.2015. Að fenginni umsögn stjórnenda Grundaskóla samþykkti bæjarráð erindið fyrir sitt leyti og óskar eftir að framkvæmdirnar verði teknar inn í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs að fenginni umsögn skóla- og frístundaráðs.
2.Fjárhagsáætlun 2016
1502210
Tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016 liggur fyrir. Forstöðumenn hafa verið að taka saman fyrstu drög að upplýsingum er snúa meðal annars að magntölum, nauðsynleg viðhaldsverkefni, endurnýjun á stofnbúnaði og upplýsingar um breytingar sem geta haft áhrif á starfsemina til lengri eða skemmri tíma.
Á fundinn mættu kl. 16:45 Brynhildur Björg Jónsdóttir áheyrnafulltrúi skólastjórnenda í leikskólum og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna í leikskólum.
Upplýsingar um magntölur fyrir leikskóla lagðar fram til kynningar.
Upplýsingar um magntölur fyrir leikskóla lagðar fram til kynningar.
3.Innritun í leikskóla - athugasemdir
1508079
Fyrirspurn hefur borist frá foreldrum vegna innritunar í leikskóla. Innritun beinist að gr. 1.3. í Verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar um aldur við innritun.
Guðríður vék af fundi kl. 18:00. Skóla- og frístundaráð mun bjóða bréfriturum til fundar og kynna þeim stöðu mála varðandi innritun í leikskóla.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Skóla- og frístundaráð þakkar nemendaráði Grundaskóla fyrir erindið. Ráðið mælir með þessum framkvæmdum og þeim verði hraðað eins og kostur er.
Elís Þór, Sigurður Arnar, Borghildur og Elísabet viku af fundi kl. 16:45.