Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

21. fundur 13. október 2015 kl. 08:00 - 09:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Afreksíþróttasvið samstarfssamningur 2015

1509378

Undirbúningur var lagður að stofnun nýrrar námsbrautar við Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA), afreksíþróttasvið síðast liðið vor. Að undirbúningnum stóðu fulltrúar frá FVA og Jón Þór Jónsson íþróttafulltrúi ÍA ásamt því sem upplýsingar voru veittar til starfsmanna og pólitískra fulltrúa Akraneskaupstaðar. Opinn kynningafundur var haldinn fyrir foreldra, nemendur og aðra áhugasaman. Aðsókn í námsbrautina afreksíþróttasvið fór fram úr björtustu vonum en í dag eru 46 nemendur skráðir við nám á brautinni og boðið er upp á sex valgreinar innan sviðsins, fótbolta, badminton, sund, keilu, fimileika og körfubolta. Nú liggja fyrir drög að formlegum samstarfssamningi FVA, ÍA og Akraneskaupstaðar vegna þessa verkefnis.
Á fundinn mættu kl. 8:00 Jón Þór Jónsson íþróttafulltrúi ÍA og Hörður Kári Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Farið var yfir fyrstu drög að samstarfssamning Akraneskaupstaðar, ÍA og Fjölbrautaskóla Vesturlands um námsbrautina afreksíþróttasvið við FVA.
Skóla- og frístundaráð gerir ekki athugasemdir en samningur er í samráðsferli.
Jón Þór vék af fundi kl. 8:18.

2.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Rammi fyrir fjárhagsáætlun 2016 liggur fyrir. Skóla- og frístundaráð fær ramma fyrir skóla- og frístundasvið til umfjöllunar.
Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla áheyrnarfulltrúar skólastjórnenda grunnskóla, Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels, Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels, Margrét Þóra Jónsdóttir leikskólastjóri Teigasels, Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri Vallarsels, Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri í Þorpinu, Hörður Kári Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja,Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í Brekkubæjarskóla, Gunnur Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum og Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í Grundaskóla og Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi mættu á fundinn kl. 8:18.
Farið var yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2016. Í þessum fyrstu drögum er ekki gert ráð fyrir óskum stofnana um viðbætur.
Fram komu ábendingar um atriði sem þarf að skoða betur.

3.Menntamálastofnun - verkefni

1509320

Bréf barst frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með upplýsingum um þau verkefni sem ráðuneytið hefur flutt til menntamálastofnunar.
Lagt fram til kynningar.
Arnbjörg, Hrönn, Heiðrún, Lúðvík, Hörður Kári, Ingibjörg, Hjördís Dögg og Lárus viku af fundi kl. 9:05.

4.Útboð á ræstingu 2015

1501341

Akraneskaupstaður óskaði eftir tilboðum í ræstingu fjögurra leikskóla og almenningsbókasafns kaupstaðarins. Verktími þess er frá 1. nóv. 2015 til 1. nóv. 2018.
Verkinu var skipt upp í tvo hluta, reglulega ræstingu á húsnæði leikskóla og almenningsbókasafni bæjarins og hreingerningu. Akraneskaupstaður áskilur sér því rétt til að semja við verktaka um reglulega ræstingu og jafnvel annan verktaka um hreingerningu eftir því hvernig tilboð þeirra hljóða í hvern verklið fyrir sig. Þann 29. september 2015 voru tilboðin opnuð en alls skiluðu þrír verktakar inn tilboði í verkin.
Farið var yfir þau þrjú tilboð sem bárust í þessa tvo verkþætti. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Einnig að tekið verði tillit til þess í fjárhagsáætlun viðkomandi stofnana út samningstímabilið.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00