Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

23. fundur 11. nóvember 2015 kl. 08:00 - 09:23 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Dagur íslenskrar tungu

1510084

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í tuttugasta sinn 16. nóvember 2015. Mennta- og menningarmálaráðneytið hvetur skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að huga að því að nota daginn til að hafa íslenskuna sérstaklega í öndvegi.
Lagt fram.

2.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2016

1509004

Unnið er að starfsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2016.
Farið var yfir drögin. Unnið verður áfram með þau fram að næsta fundi.

3.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi

1404016

Stjórn skálanefnd skátaskálans í Skorradal óskaði eftir viðræðum við bæjarráð um endurnýjun á samningi Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness um rekstur og uppbyggingu Skátafells í Skorradal frá maí 2002. Erindinu var vísað til skóla- og frístundaráðs en fulltrúar Akraneskaupstaðar hafa fundað með fulltrúum Skátafélagsins og leggja fram drög að samningi.
Skóla- og frístundaráð fór yfir drög að samningi og samþykkir þau fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

4.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

1412236

Í bréfi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til Akraneskaupstaðar dagsettu 18. desember 2014 kemur m.a. fram að sveitarstjórn samþykkir að segja upp tilteknum samstarfssamningum við Akraneskaupstað og óska jafnframt eftir endurskoðun. Uppsögnin miðast við áramót og uppsagnarfrestur er 12 mánuðir. Bæjarráð Akraness bókaði eftirfarandi á fundi sínum 15. janúar: "Bæjarráð vísar erindinu til meðferðar í fagráðum Akraneskaupstaðar. Samningum er varðar ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála og um rekstur tónlistarskóla er vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs og samningi er varðar félagsstarf aldraðra til velferðar- og mannréttindaráðs. Bæjarráð telur eðlilegt að samstarfssamningar séu sífellt í endurskoðun og leggur áherslu á að bæði sveitarfélögin noti þetta tækifæri til að efla og þróa samstarfið áfram."
Skóla- og frístundaráð fór yfir áherslur Hvalfjarðarsveitar vegna samstarfssamnings um ýmis málefni á skóla- og frístundasviði. Ráðið vísar málinu til bæjarráðs til umfjöllunar. Skóla- og frístundaráð felur Gunnari og Svölu að halda viðræðum áfram við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 09:23.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00