Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

52. fundur 06. desember 2016 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Samræmd könnunarpróf 2016-2017

1602157

Skólastjórnendur grunnskólanna kynna niðurstöður samræmdra könnunarprófa og viðbrögð skólanna við niðurstöðunum.
Samræmd könnunarpróf voru lögð fyrir í 4. og 7. bekk í haust og hafa niðurstöður borist skólunum.
Farið yfir niðurstöður prófanna og þær ræddar.
Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að nýta niðurstöðurnar til að skoða styrkleika og áskoranir í skólastarfinu með það að markmiði að tryggja sem bestan árangur.

2.Menntamálastofnun - Lesfimiviðmið

1601266

Skólastjórar grunnskólanna kynna verklag við notkun á lesfimiviðmiðum Menntamálastofnunar.
Menntamálastofnun birti Ný lesfimiviðmið þ. 16. nóvember sl. en þau eru almenn viðmið um færni nemenda í lesfimi sem er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Hlutverk viðmiðanna eru að setja markmið fyrir nemendur í hverjum árgangi þannig að þeir verði undirbúnir fyrir kröfur á næstu stigum náms.
Stjórnendur grunnskólanna kynntu lesfimiviðmiðin og áætlanir um hvernig skólarnir fyrirhuga að nýta sér þau.
Skóla- og frístundaráð hvetur skólana til að nýta sér lesfimiviðmiðin með markvissum hætti og kynna þau fyrir foreldrum. Jafnframt óskar skóla- og frístundaráð eftir því að aðgerðahópur um læsi taki einnig mið af nýjum lesfimiviðmiðum í vinnu sinni.

Arnbjörg, Sigurður Arnar, Erla og Alexander viku af fundi kl. 17:15

3.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2017

1610022

Á 48. fundi skóla- og frístundaráðs var fjallað um fyrirkomulag sumarskóla leikskólanna á Akranesi og fjallað um greinargerð og tillögur leikskólastjóra. Fyrir liggur að taka ákvörðun um sumarskólann sumarið 2017.
Ingunn og Íris tóku sæti á fundinum kl. 17:15

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna með leikskólastjórum að tillögu að fyrirkomulagi starfsemi leikskólanna sumarið 2017 sem lagt verður fyrir fyrsta fund í janúar.

Ingunn og Íris viku af fundi kl. 17:40

4.Bæjarstjórn unga fólksins 2017

1602137

Ákvörðun um tímasetningu á fundi bæjarstjórnar unga fólksins.
Bæjarstjórnarfundur unga fólksins er haldinn árlega og var fyrirhugaður fundur þann 29. nóvember sl. Þeim fundi var frestað og leggur verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnamála til að bæjarstjórnafundur unga fólksins fyrir árið 2016 verði 31. janúar 2017.
Skóla- og frístundaráð samþykkir þessa dagsetningu, 31. janúar 2017 kl. 17.
Málinu er vísað til bæjarstjórnar.

5.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi 2017.

1608135

Fyrir fjórum árum var framkvæmd sumar- og leikjanámskeiða fyrir börn á aldrinum 6 - 10 ára boðin út. Skátafélagi Akraness var í framhaldinu falið verkefnið á forsendum langrar reynslu af sambærilegri starfsemi og hafa þeir starfrækt námskeiðin síðustu þrjú sumur. Skátafélagið hefur ekki hug á að taka verkefnið að sér sumarið 2017.
Heiðrún tók sæti á fundinum kl. 17:40

Skóla- og frístundaráð leggur til að Þorpið frístundamiðstöð sjái um framkvæmd sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6 - 10 ára börn á Akranesi sumarið 2017. Framlag bæjarins til starfsins verður kr. 2.481.000. Skóla- og frístundaráð beinir jafnframt þeim tilmælum til verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnamála og sviðsstjóra Velferðarsviðs að vera í samstarfi vegna barna og ungmenna, en Velferðarsvið hefur veitt stuðning í frístundastarfi fatlaðra barna og ungmenna með liðveislu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00