Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Skóladagatal 2017-2018
1703032
Lögð fram tillaga að skóladagatali grunnskólanna fyrir skólaárið 2017-2018.
2.Kjarasamningar félags grunnskólakennara - bókun 1
1701115
Afgreiðsla bæjarráðs, dags. 2. mars 2017, um bókun 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags grunnskólakennara. Til kynningar.
Skóla- og frístundaráð fagnar niðurstöðu bæjarráðs og óskar eftir að fá kynningu frá fulltrúum stýrihópsins í ráðinu í vor á framkvæmd vinnunnar og niðurstöðum sem kynntar verða fyrir samninganefndinni.
3.Rannsóknir og greining - hagir og líðan ungs fólks á Akranesi
1702203
Bæjarráð samþykkti fjármagn til skóla- og frístundasviðs til þess að taka þátt í könnun á högum og líðan ungs fólks á Akranesi. Til kynningar.
Skóla- og frístundaráð fagnar niðurstöðu bæjarráðs um að gengið verði til samninga við Rannsóknir og greiningu um niðurstöður könnunar vímuefnaneyslu unglinga í 8.,9. og 10. bekk og um hagi og líðan barna í 5. - 7. bekk. Skóla- og frístundaráð óskar eftir að fá kynningu frá Rannsóknum og greiningu eða fulltrúum úr Þorpinu,í ráðinu á niðurstöðum rannsóknarinnar þegar þær liggja fyrir og viðbrögð við þeim.
Verkefnastjóri forvarna og æskulýðsmála tók sæti á fundinum undir liðum 3 og 4.
Verkefnastjóri forvarna og æskulýðsmála tók sæti á fundinum undir liðum 3 og 4.
4.Tómstundastyrkur
1703033
Ingibjargar Valdimarsdóttur fulltrúi í bæjarstjórn lagði fram tillögu á 1249. fundi bæjarstjórnar undir liðnum fundargerð skóla- og frístundaráðs. Tillögunni er vísað til faglegrar umfjöllunar í skóla- og frístundaráði.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna í samvinnu við tómstundasamráðið og skólastjóra Tónlistarskólans, minnisblað með upplýsingum um nýtingu á tómstundastyrk Akraneskaupstaðar t.d. miðað við aldur, búsetu og fleira, kostanaðaráætlun vegna hækkunar á styrk og breiðara aldursbil, reynslu annarra sveitarfélaga af áhrifum á iðkendafjölda vegna hækkunar á niðurgreiðslum. Hvert er hlutfall tómstundastyrks af kostnaði við iðkun tómstundastarfs? Jafnframt verði athugað hvort tengja megi tómstundastyrkinn við íbúagátt bæjarins. Einnig þarf að huga að því að efla kynningu á tómstundastyrk fyrir bæjarbúum.
5.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi
1611077
Bæjarráð óskar eftir umsögn skóla- og frístundasráðs varðandi tillögu skipulags- og umhverfisráðs um uppbyggingu á fimleikahúsi við hlið núverandi íþróttahúss á Vesturgötu.
Skóla- og frístundaráð tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að fimleikahús verði byggt við hlið íþróttahússins við Vesturgötu. Helstu rökin fyrir því eru:
-Brýnt er að bæta aðstöðu fimleikafélagsins sem er með óviðunandi æfingaaðstöðu í húsnæði við Dalbraut 6 og íþróttahúsin sem fyrir eru uppfylla ekki þörf aðgengilegra æfingatíma miðað við fjölda iðkenda og aðra hópa sem nýta húsin.
-Það fjármagn sem þegar er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun þessa árs og þess næsta eða samtals 450 milljónir, fjármagnar að stærstum hluta þann kostnað sem áætlaður er við byggingu fyrirhugaðs fimleikahúss miðað við staðsetningu á Vesturgötu.
-Ljóst er að nýtt fimleikahús getur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Brekkubæjarskóla og fyrir íbúa í þeim bæjarhluta.
Skóla- og frístundaráð leggur jafnframt til að hafin verði vinna sem allra fyrst við þarfagreiningu, hönnun og gerð uppbyggingaráætlunar um framtíð íþróttamiðstöðvar á Jaðarsbökkum og tryggt verði fjármagn til þeirrar vinnu.
Samþykkt ÞG,SI, ÁÓR, SIG á móti KHS.
KHS lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir að brýnt sé að bæta aðstöðu fimleikafélagsins og fagnar því að ráðist verði í byggingu fimleikahúss. Samfylkingin á Akranesi vill hins vegar að uppbygging fimleikahúss verði á Jaðarsbökkum. Við tökum undir sjónarmið Íþróttabandalags Akraness um að byggja Jaðarsbakka upp sem íþróttamiðstöð Akraness og að þar verði lífleg íþrótta- og menningarmiðstöð sem þjóni fjölbreyttum hópum með ólíkar þarfir. Samfylkingin á Akranesi telur að með byggingu fimleikahúss við Vesturgötu tefjist nauðsynleg uppbygging á Jaðarsbökkum og tækifæri til samnýtingar fjármagns glatist.
Sigurður Páll Harðarson tók sæti á fundinum undir liðum 5 og 6.
-Brýnt er að bæta aðstöðu fimleikafélagsins sem er með óviðunandi æfingaaðstöðu í húsnæði við Dalbraut 6 og íþróttahúsin sem fyrir eru uppfylla ekki þörf aðgengilegra æfingatíma miðað við fjölda iðkenda og aðra hópa sem nýta húsin.
-Það fjármagn sem þegar er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun þessa árs og þess næsta eða samtals 450 milljónir, fjármagnar að stærstum hluta þann kostnað sem áætlaður er við byggingu fyrirhugaðs fimleikahúss miðað við staðsetningu á Vesturgötu.
-Ljóst er að nýtt fimleikahús getur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Brekkubæjarskóla og fyrir íbúa í þeim bæjarhluta.
Skóla- og frístundaráð leggur jafnframt til að hafin verði vinna sem allra fyrst við þarfagreiningu, hönnun og gerð uppbyggingaráætlunar um framtíð íþróttamiðstöðvar á Jaðarsbökkum og tryggt verði fjármagn til þeirrar vinnu.
Samþykkt ÞG,SI, ÁÓR, SIG á móti KHS.
KHS lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir að brýnt sé að bæta aðstöðu fimleikafélagsins og fagnar því að ráðist verði í byggingu fimleikahúss. Samfylkingin á Akranesi vill hins vegar að uppbygging fimleikahúss verði á Jaðarsbökkum. Við tökum undir sjónarmið Íþróttabandalags Akraness um að byggja Jaðarsbakka upp sem íþróttamiðstöð Akraness og að þar verði lífleg íþrótta- og menningarmiðstöð sem þjóni fjölbreyttum hópum með ólíkar þarfir. Samfylkingin á Akranesi telur að með byggingu fimleikahúss við Vesturgötu tefjist nauðsynleg uppbygging á Jaðarsbökkum og tækifæri til samnýtingar fjármagns glatist.
Sigurður Páll Harðarson tók sæti á fundinum undir liðum 5 og 6.
6.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur
1611149
Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA - næstu skref
Skóla- og frístundaráð fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað varðandi gagnaöflun varðandi samninga milli Akraneskaupstaðar og ÍA um íþróttamannvirki kaupstaðarins. Umræðunni um fyllri gögn er vísað til næsta fundar.
Fundi slitið.
Skólastjórar grunnskólanna Magnús Vagn og Sigurður, áheyrnarfulltrúi starfsmanna Stefanía Marta og áheyrnarfulltrúi foreldra Alexander Eck tóku sæti undir liðum 1 - 4.