Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

63. fundur 20. júní 2017 kl. 16:30 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rakel Óskarsdóttir varamaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Mötuneyti skóla - úttekt á matseðlum.

1706066

Skóla- og frístundaráð samþykkti á 60. fundi sínum að fela sviðsstjóra að taka tilboði frá Sýni ehf um úttekt á mötuneytum og matseðlum leik- og grunnskóla á Akranesi.
Guðrún Adólfsdóttir frá Sýni ehf, kynnir skýrslu úttektarinnar.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að stofna starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna að gerð grunnmatseðils fyrir leik- og grunnskóla á Akransi og áætlun um innleiðingu á þeim hugmyndum sem koma fram í skýrslu frá Sýni ehf. Fulltrúar starfshópsins verði yfirmenn mötuneyta leik- og grunnskólanna ásamt fulltrúa frá skrifstofu sviðssins sem jafnframt verði starfsmaður hópsins. Gerð verði fræðsluáætlun fyrir starfsmenn mötuneyta fyrir skólaárið 2017 -2018.

Sigurður Arnar vék af fundi kl. 18:30

2.Garðasel - starfsdagar

1706058

Leikskólinn Garðasel óskar eftir tilfærslu á starfsdögum á skólaárinu 2017 -2018 vegna námsferðar.
Erindið samþykkt.

3.Innritun í leikskóla á Akranesi

1706078

Umfjöllun um eftirspurn eftir leikskólaplássi fyrir börn sem náð hafa tveggja ára aldri.
Sviðsstjóra falið að vinna með sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hugmynd að lausnum. Formanni skóla- og frístundasviðs og sviðsstjóra falið að koma með tillögur fyrir fund ráðsins í lok júlí.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00