Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

67. fundur 29. ágúst 2017 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Dagforeldrar - starfshópur

1708156

Umfjöllun um tillögur starfshóps um stöðu dagforeldra á Akranesi og inntöku barna og innritunartíma á leikskóla.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að í fjárhagsáætlun ársins 2018 verði gert ráð fyrir að hækka niðurgreiðslur til foreldra barna hjá dagforeldrum úr kr. 40.000 á mánuði í kr. 55.000 frá og með 1. janúar 2018.

Endurskoðun á reglum um niðurgreiðslur til foreldra barna hjá dagforeldrum frestað til næsta fundar.

Áheyrnarfulltrúar Ingunn Ríkharðsdóttir og Íris Guðrún Sigurðardóttir viku af fundi kl. 17:30

2.Innritun í leikskóla á Akranesi

1706078

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 18. ágúst sl. að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í samvinnu við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hefja undirbúning að gerð leigusamnings við Skátafélag Akraness á notkun húsnæðis þeirra fyrir leikskóladeild yngri barna.
Jafnframt fól bæjarráð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að hefja undirbúning innritunar barna fædd í upphafi árs 2016 fyrr en áætlað var.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að ný deild yngri barna sem verður rekin í húsnæði Skátafélags Akraness, verði undir stjórn leikskólans Garðasels.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að fá kynningu á áætlun um stofnun og starfsemi deildarinnar á fundi sínum þann 17. október nk.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00