Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Þróunarverkefni 2018 - þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs.
1804242
Auglýst var eftir umsóknum um styrki í þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs þann 6. apríl og var umsóknarfrestur til 30. apríl 2018.
Til ráðstöfunar eru kr. 3.500.000.
Alls bárust þrjár umsóknir.
Til ráðstöfunar eru kr. 3.500.000.
Alls bárust þrjár umsóknir.
Skóla- og frístundaráð samþykkir allar umsóknir um styrki í þróunarsjóð og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs til staðfestingar. Jafnframt leggur ráðið til að auglýst verði eftir umsóknum í haust til úthlutunar á því fjármagni sem er óráðstafað.
2.Verklagsreglur um frístundarstarfsemi hjá Akraneskaupstað
1801253
Afgreiðsla á verklagsreglum um frístundastarf.
Skóla- og frístundaráð samþykkir verklagsreglur um frístundastarf á Akranesi og vísar minnisblaði um kostnaðarauka til bæjarráðs til staðfestingar.
3.Styrkir 2018 - íþrótta- og tómstundafélaga.
1804127
Úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga 2018.
Umsóknir bárust frá 18 aðilum vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3-18 ára. Styrktímabil er frá 1. janúar - 31. desember 2017.
Styrkjum er úthlutað samkvæmt viðmiðunarreglum.
Iðkendatölur byggja á skráningu í Nóra kerfinu.
Umsóknir bárust frá 18 aðilum vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3-18 ára. Styrktímabil er frá 1. janúar - 31. desember 2017.
Styrkjum er úthlutað samkvæmt viðmiðunarreglum.
Iðkendatölur byggja á skráningu í Nóra kerfinu.
Skóla- og frístundaráð lýsir ánægju með fjölda umsókna og fjölgun iðkenda. Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu um úthlutun og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
4.Gjaldskrá fyrir sumarstarf Þorpsins 2018
1805113
Tillaga að gjaldskrá fyrir sumarstarf Þorpsins 2018.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu um gjaldskrá og fagnar því að gjaldskrá haldist óbreytt milli ára. Tillögunni er vísað til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 17:30.