Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Fimleikahús Vesturgötu.
1705211
Kynning á framvindu á framkvæmdum við fimleikahúss við Vesturgötu.
2.Brekkubæjarskóli - endurbætur á húsnæði á annarri hæð.
1710019
Kynning á hönnun og framkvæmdum við breytingar á annarri hæð Brekkubæjarskóla.
Vilborg Guðbjartsdóttir deildarstjóri í Brekkubæjarskóla, Erla Ösp Lárusdóttir fulltrúi foreldra barna í Brekkubæjarskóla og Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði sitja undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á framvindu endurbóta á húsnæði Brekkubæjarskóla og fagnar þeim ákvörðunum að halda áfram endurbótum á húsnæði skólans.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á framvindu endurbóta á húsnæði Brekkubæjarskóla og fagnar þeim ákvörðunum að halda áfram endurbótum á húsnæði skólans.
3.Frístundamiðstöð við Garðavöll.
1812068
Kynning á stöðu mála í framkvæmdum við frístundamiðstöð við Golfvöll.
Frístundamiðstöð er í byggingu við Garðavöll og miðar framkvæmdum vel. Samkvæmt húsaleigusamningi milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis er markmið samningsins að byggja upp heilsárs frístundamiðstöð fyrir félags- og frístundastarf þ.e. fyrir starfssemi GL og aðra notendur sem hafa það að markmiði að reka félagaðstöðu, félagssvæði og þjónustu í samræmi við fyrirmyndarfélag ÍSÍ bæði hvað varðar þjálfun barna, ungmenna og afreksfólks. Einnig vegna starfs sem snýr að almenningsíþróttum og félags- og frístundastarfi á vegum Akraneskaupstaðar, jafnframt félags- og frístundastarfi sem skipulagt er af eða í samáði við Akraneskaupstað. Samkvæmt leigusamningi fer teymi skipað fulltrúum Akraneskaupstaðar og framkvæmdastjóra GL með úthlutun á afnotum af húsnæðinu. Drög að tímatöflu liggja nú fyrir.
Frístundamiðstöð er í byggingu við Garðavöll og miðar framkvæmdum vel. Samkvæmt húsaleigusamningi milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis er markmið samningsins að byggja upp heilsárs frístundamiðstöð fyrir félags- og frístundastarf þ.e. fyrir starfssemi GL og aðra notendur sem hafa það að markmiði að reka félagaðstöðu, félagssvæði og þjónustu í samræmi við fyrirmyndarfélag ÍSÍ bæði hvað varðar þjálfun barna, ungmenna og afreksfólks. Einnig vegna starfs sem snýr að almenningsíþróttum og félags- og frístundastarfi á vegum Akraneskaupstaðar, jafnframt félags- og frístundastarfi sem skipulagt er af eða í samáði við Akraneskaupstað. Samkvæmt leigusamningi fer teymi skipað fulltrúum Akraneskaupstaðar og framkvæmdastjóra GL með úthlutun á afnotum af húsnæðinu. Drög að tímatöflu liggja nú fyrir.
Guðmundur Guðjón Sigvaldason framkvæmdastjóri golfklúbbsins Leynis situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á framvindu í framkvæmdum við frístundahús við golfvöll.
Drög að tímatöflu lögð fram til kynningar,tímataflan er opin og nánari útfærsla verður unnin í samráði við hagsmunaaðila s.s. fulltrúa ÍA og eldri borgara.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á framvindu í framkvæmdum við frístundahús við golfvöll.
Drög að tímatöflu lögð fram til kynningar,tímataflan er opin og nánari útfærsla verður unnin í samráði við hagsmunaaðila s.s. fulltrúa ÍA og eldri borgara.
4.Styrkir 2018- menningar- og íþróttamál
1812034
Umfjöllun um umsóknir um styrki til íþróttamála. Umsóknarfrestur rann út 16. desember 2018.
Umsóknir lagðar fram og afgreiðslu vísað til næsta fundar í janúar 2019.
5.Sérkennsla á vorönn - Garðasel
1812049
Umsókn um sérkennslu á vorönn 2019
Skóla- og frístundaráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu í bæjarráði og beinir til ráðsins að afgreiðslan leiði ekki hækkunar nýsamþykktrar fjárhagsáætlun 2019.
6.Sérkennsla á vorönn - Teigasel.
1809049
Umsókn um sérkennslu á vorönn 2019.
Skóla- og frístundaráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu í bæjarráði og beinir til ráðsins að afgreiðslan leiði ekki hækkunar nýsamþykktrar fjárhagsáætlun 2019.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu á framvindu í framkvæmdum við byggingu fimleikahúss. Ráðið leggur áherslu á að fyrirhugaðar framkvæmdir við búningsherbergi fari fram meðan á lokun grunnskólans stendur og vonast til að ekki verði truflun á grunnskólastarfi við upphaf starfsársins í ágúst 2019. Ráðið óskar eftir því að hugað verði að mótvægisaðgerðum varðandi útisvæði Brekkubæjarskóla.