Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

95. fundur 15. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi

1808057

Áfangakynning frá starfshópi um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi.
Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskóla og Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri í Garðaseli sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúum starfshóps fyrir kynningu á stöðu vinnu starfshópsins. Umræðunni vísað inn í næsta dagskrárlið um innritun barna í leikskóla í ágúst 2019.

2.Innritun í leikskóla 2019

1901191

Ákvörðun um innritun barna í leikskóla í ágúst 2019.
Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Meirihluti skóla- og frístundaráðs leggur til að börnum fæddum janúar og til og með maí 2018 verði boðið leikskóladvöl í leikskólum í ágúst 2019.

Gert er ráð fyrir að 100 börn útskrifist úr leikskólum á Akranesi í lok sumars 2019 og gert er ráð fyrir að 100 börnum fæddum 2017 og janúar til og með maí 2018 verði boðin leikskóladvöl í ágúst 2019. Jafnframt er gert ráð fyrir því að til viðbótar við þau 100 pláss verði um 14 pláss laus fyrir nýja íbúa á Akranesi.

Ráðið óskar eftir því að hafinn verði undirbúningur að viðbótarhúsnæði við einn leikskóla til þess að mæta þeim fjölda plássa sem í boði verða.

Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og fulltrúa Framsóknar og frjálsra gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Skóla- og frístundaráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði lýsir undrun sinni á því að gera eigi breytingar á forsendum rekstraráætlunar fáeinum dögum eftir að hún var samþykkt. Ekki síst þar sem tillagan kom til skoðunar við gerð rekstraráætlunar en ákveðið að afgreiða tillöguna ekki til bæjarráðs á þeim tíma. Mikil vinna var lögð í hagræðingu við gerð rekstraráætlunar og fyrirliggjandi tillaga meirihlutans sýnir að ekki stendur til að fylgja þeirri áætlun.

Fulltrúar Samfylkingar og framsóknar og frjálsra bóka að leikskólar eru hluti af lögbundinni grunnþjónustu sveitarfélaga og þegar ákveðnu þjónustustigi hefur verið náð þar er mikilvægt að notendur þeirrar þjónustu geti gengið að því sem vísu.
Á síðasta ári var tekið það framfaraskref að börnum fædd frá janúar og til og með maí 2017 var boðið leikskólapláss. Núverandi meirihluti telur mjög mikilvægt að því góða þjónustustigi sé viðhaldið en reynslan að því var mjög góð, bæði hjá leikskólum, börnum og foreldrum.
Niðurstaða starfshópsins er sú að bjóða börnum frá janúar og út maí 2018 leikskólapláss haustið 2019 og meirihluti skóla- og frístundaráðs er fylgjandi þeirri niðurstöðu.

Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra í skóla- og frístundaráði lýsa yfir vonbrigðum að ekki náist samstaða í ráðinu um að viðhalda þjónustustigi fyrir leikskólabörn og fjölskyldur þeirra.


3.Sumarlokun leikskóla 2019

1901192

Ákvörðun um sumarleyfi leikskóla á Akranesi sumarið 2019.
Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð leggur til að sumarleyfi leikskólanna sumarið 2019 verði fjórar vikur. Óskað er eftir því að leikskólastjórar leggi fram tillögu að lokunartíma eftir framkvæmd skoðanakönnunar meðal foreldra og höfðu samráði við starfsmenn leikskólans.

4.Styrkir vegna menningar- og íþróttamála 2019

1812034

Afgreiðsla styrkja vegna íþróttamála.
Umsóknarfrestur um styrki úr styrktarpotti menningar- og íþróttamála rann út 16. desember sl. fyrir úthlutun á árinu 2019.

Tillaga lögð fram um forgangsröðun undir íþróttamál.

Samþykktri tillögu vísað til bæjarráðs.

5.Íbúaþing um menntamál.

1811110

Umræða um áætlað íbúaþing um skólamál.
Umræða um áherslur og framkvæmd á íbúaþingi um menntamál.

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að leita eftir sjónarmiðum forstöðumanna á sviðinu um framkvæmd á íbúaþingi um menntamál.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00