Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

102. fundur 19. mars 2019 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Ársskýrsla leikskólanna 2017-2018 (starfsáætlun, sérkennsla o.fl.)

1902236

Kynning á ársskýrslu leikskólanna 2017-2018.
Anney Ágústdóttir leikskólastjóri, Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri, Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórenda í leikskóla og Sylvía Hera Skúladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórum fyrir árskýrslur leikskólanna fyrir skólaárið 2017-2018.
Ráðið leggur til að sú breyting verði á að hætt verði að leggja fyrir árskýrslur leikskólanna en í staðinn komi til kynningar í ráðinu starfsáætlanir leikskólanna í samræmi við lög um leikskóla. Starfsáætlanir verði kynntar á haustmánuðum 2019.
14. gr. í lögum um leikskóla frá 2008 nr. 90 frá 12. júní.
„Leikskólastjóri gefur árlega út sérstaka starfsáætlun. Í starfsáætlun er gerð grein fyrir árlegri starfsemi leikskóla, svo sem skóladagatali og öðru því sem varðar starfsemi leikskólans.
Skólanámskrá og starfsáætlun skulu staðfestar af nefnd skv. 2. mgr. 4. gr., að fenginni umsögn foreldraráðs, og skulu þær kynntar foreldrum.“

2.Grundaskóli - færanleg skólastofa

1903185

Lagt fram minnisblað skipulags- og umhverfissviðs vegna færanlegrar kennslustofu við Grundaskóla.
Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla og Anna Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði fór yfir minnisblað.

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að byggð verði ný kennslustofa við „Eyjuna“ við Grundaskóla fyrir upphaf skólaársins 2019, leið 3 í minnisblaði, og elsta kennslustofan verði tekin úr umferð en haldið í salernin og aðstöðu fyrir ræstingu og sá hluti húsnæðisins verði lagfærður.

Tillögunni vísað til bæjarráðs.

3.Samstarf við FVA- húsnæðismál

1811222

Fjallað um þær upplýsingar sem nú liggja fyrir.
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla og Anna Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í Grundaskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að umræða um framtíðarlausnir í húsnæðismálum grunnskólanna fái góðan tíma og að ekki verði farið í stórar breytingar á skólastarfi grunnskólanna skólaárið 2019 - 2020. Lagt er til að Ársæll Már Arnarsson prófessor á Menntavísindasviði, sem stýrði rýnifundum með starfsfólki grunnskólanna og foreldrum, komi inn á fund ráðsins 2. apríl og fylgi eftir samantekt rýnifunda.

Skóla- og frístundaráð leggur til að haldið verði áfram vinnu við að finna lausn á húsnæðismálum Grundaskóla fyrir skólastarf haustið 2020. Með viðbótarkennslustofu við Grundaskóla haustið 2019 er komin áfangalausn húsnæðismála fyrir skólaárið 2019 - 2020.

4.Erindi frá skólastjórum grunnskólanna varðandi starf

1903167

Erindi frá skólastjórum grunnskólanna varðandi starf.

Arnbjörg og Sigurður Arnar sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa beiðni skólastjóra til bæjarráðs.

5.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Umfjöllun um erindisbréf.
Skóla- og frístundaráð samþykkir erindisbréf og vísar því til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00