Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

137. fundur 18. ágúst 2020 kl. 16:00 - 17:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Sameiginlegur fundur skóla- og frístundaráðs og bæjarráðs.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnir greiningarvinnu um fjármagn til íþróttafélaga og Íþróttabandalags Akraness.
Skóla- og frístundaráð samþykkir stofnun starfshóps sem hafi það hlutverk að leggja fram tillögu um framtíðarfyrirkomulag styrkveitinga Akraneskaupstaðar til íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þeirra.

Skóla- og frístundaráð felur bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir sameiginlega fund bæjarráðs og skóla- og frístundaráðs.

2.Covid19 - rekstur íþróttafélaga

2004011

Staða íþróttafélaga vegna Covid 19 tekin til umræðu.

Lögð fram greinagerð og samantekt nokkurra íþróttafélaga ÍA vegna áhrifa af völdum faraldursins.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að ÍA kalli eftir nákvæmari greiningu frá öllum aðildarfélögum sem taki til raunstöðu, tekjutaps, auknum útgjöldum sem og væntum áhrifum faraldursins.

Skóla- og frístundaráð óskar eftir að upplýsingar liggi fyrir eigi síðar en 14. september en stefnt er að sameiginlegur fundi bæjarráðs og skóla- og frístundaráðs í framhaldinu.


Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00