Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

140. fundur 15. september 2020 kl. 16:00 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
  • Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Áhrif FL kjarasamninga á starfsemi leikskóla

2008210

Lagt fram minnisblað um kostnað við afleysingu vegna undirbúningstíma í leikskólum á Akranesi.
Þórður Guðjónsson varamaður situr fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda leikskóla, Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskóla, Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla og Kristjana Ólafsdóttir verkefnastjóri á fjármálasviði sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð óskar eftir gerð viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 5.586.603 vegna launakostnaðar vegna aukins undirbúningstíma í nýjum kjarasamning Félag leikskólakennara. Einnig er óskað eftir að tekið verði tillit til breytinganna við fjárhagsáætlunargerð 2021.

Anney, Salbjörg og Ragnheiður víkja af fundi.

2.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Kynning á stöðu vinnu starfshóps um framtíðarskipulag í mötuneytismálum.
Kristjana situr áfram undir þessum lið. Ólöf Linda Ólafsdóttir og Liv Aase Skarstad koma inn á fundinn.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu.


Kristjana, Ólöf og Liv víkja af fundi.

3.Jafnlaunavottun - úttekt

2005060

Jafnlaunastefna Akraneskaupstaðar lögð fram til samþykktar.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri fjármálasviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar með athugasemdum.

Steinar víkur af fundi.

4.Sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla 2020-2021

2009089

Kynning á fyrirkomulagi sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla 2020-2021.

5.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Erindisbréf lagt fram til kynningar.
Skóla- og frístundaráð samþykkir erindisbréfið.

6.Bæjarstjórn unga fólksins 2020

2009085

Tillaga að dagsetningu fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins.
Tillagan að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði 17. nóvemeber 2020 er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00