Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Innritun í leikskóla 2021
2101286
Innritun í leikskóla fyrir haustið 2021 hefur farið fram.
2.Skipulagsdagur í Vallarseli og Teigaseli 2021- ósk um breytingu
2103090
Beiðni um að breyta skipulagsdegi að vori í leikskólum.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur leikskólastjóra Vallarsels og Teigasels um töku starfsdags á vorönn.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur leikskólastjóra Vallarsels og Teigasels um töku starfsdags á vorönn.
3.Leikskóli Skógarhverfi - hönnun, jarðvinna og ýmsir samningar
2008156
Kynning á stöðu hönnunar og vinnu við byggingu nýs leikskóla.
Áheyrnarfulltrúar sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð Alfreðssyni fyrir upplýsingar um stöðu hönnunar og framkvæmda við nýjan leikskóla í Skógarhverfi.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að áætlaður tímarammi standist.
Skóla- og frístundaráð þakkar Alfreð Alfreðssyni fyrir upplýsingar um stöðu hönnunar og framkvæmda við nýjan leikskóla í Skógarhverfi.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að áætlaður tímarammi standist.
4.Endurhönnun leik- og grunnskólalóða
2006227
Kynning á stöðu á vinnu og hönnun á leik- og grunnskólalóðum Akraneskaupstaðar.
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Borghildur Birgisdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla, Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla og Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra nemenda í Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið. Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja áfram undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekts fyrir yfirferð á stöðu hönnunar skólalóða leik- og grunnskóla á Akranesi.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdir hefjist sem fyrst og áætlaður tímarammi standist.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna víkja af fundi.
Skóla- og frístundaráð þakkar Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekts fyrir yfirferð á stöðu hönnunar skólalóða leik- og grunnskóla á Akranesi.
Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdir hefjist sem fyrst og áætlaður tímarammi standist.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna víkja af fundi.
5.Loftgæði í Grundaskóli
2103009
Kynning á stöðu á vinnu við endurbætur á loftgæðum í Grundaskóla.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari Sigurðssyni fyrir yfirferðina.
Ráðið þakkar stjórnendum og starfsfólki skólans fyrir fumlaus vinnubrögð og nemendum og foreldrum fyrir skilning og samvinnu í þeim aðgerðum sem staðið hafa yfir.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari Sigurðssyni fyrir yfirferðina.
Ráðið þakkar stjórnendum og starfsfólki skólans fyrir fumlaus vinnubrögð og nemendum og foreldrum fyrir skilning og samvinnu í þeim aðgerðum sem staðið hafa yfir.
6.Samræmd könnunarpróf vor 2021
2103109
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.
Ráðið þakkar skólastjórum grunnskólanna fyrir upplýsingar um framkvæmdina í grunnskólunum á Akranesi.
Skóla- og frístundaráð harmar þá stöðu sem kom upp við framkvæmd samræmdra könnunarprófa í síðustu viku.
Ráðið þakkar skólastjórum grunnskólanna fyrir upplýsingar um framkvæmdina í grunnskólunum á Akranesi.
Skóla- og frístundaráð harmar þá stöðu sem kom upp við framkvæmd samræmdra könnunarprófa í síðustu viku.
7.Skóladagatal skólaárið 2021-2022
2102102
Endanleg útgáfa af skóladagatali lögð fram.
Áheyrnarfulltrúar sitja áfram undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytt skóladagatal fyrir grunnskólana á Akranesi skólaárið 2021 -2022.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytt skóladagatal fyrir grunnskólana á Akranesi skólaárið 2021 -2022.
Áheyrnarfulltrúar víkja af fundi.
8.Sumaropnun í íþróttahúsinu v. Vesturgötu 2021
2103110
Tillaga að sumaropnun í íþróttahúsinu v. Vesturgötu á komandi sumri.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir að fá tillöguna aftur inn á fund þegar kostnaðarmat og nýting liggur fyrir.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS og VJ).
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS og VJ).
Fundi slitið - kl. 18:30.
Salbjörg Ósk Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð lýsir yfir ánægju sinni með að innritun í leikskóla hafi farið fram og hægt hafi verið að mæta fyrsta vali foreldra í flestum tilfellum.